• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Apr

Algjör viðsnúningur í rekstri Verkalýðsfélags Akraness

Eins og kom fram á heimasíðunni í gær þá fundaði stjórn félagsins í gærkveldi og á þeim fundi var samþykkt að aðalfundur félagsins yrði haldinn miðvikudaginn 27. apríl  kl. 20.00 að Kirkjubraut 40 þriðju hæð.  Endurskoðandi félagsins mætti á fundinn í gær og fór yfir reikninga félagsins og útskýrði fyrir stjórnarmönnum afkomu  félagsins.  Allir sjóðir félagsins eru reknir með hagnaði  árið 2004 sem er algjör viðsnúningur miðað við árið í 2003.  Fyrir árið 2004 var félagsjóður rekinn með hagnaði.  Árið 2003 var tap á félagssjóði uppá tæpar 2 milljónir.  Það fer ekki á milli mála að nýkjörinni stjórn hefur tekist mjög vel upp á sínu fyrsta starfsári sem er mikil hvatning fyrir núverandi stjórn fyrir komandi ár. 

14
Apr

Aðalstjórn félagsins fundar í kvöld

Stjórn félagsins mun funda í kvöld kl. 20:00.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.  Endurskoðandi félagsins kemur og fer yfir reikningana.
  • Aðalfundur félagsins eins og áður hefur komið fram þá verður aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness að öllum líkindum miðvikudaginn 27. apríl.

það liggur orðið fyrir að afkoma félagsins þetta fyrsta starfsár  núverandi stjórnar er mun betri heldur en árið 2003.  Þrátt fyrir stóraukna þjónustu við félagsmenn og aukin útgjöld vegna þess. 

13
Apr

Kjarasamningur Norðuráls var samþykktur með fjögra atkvæða mun

Talning atkvæða vegna kosningu um nýjan kjarasamning.

 Grundartanga 13. apríl 2005

 

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning milli hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og Norðuráls sem undirritaður var þann 1. apríl 2005.  Atkvæði voru talinn í kvöld og urðu niðurstöður þessar:

 

Á kjörskrá voru                           246

Atkvæði greiddu                          212

Kjörsókn                                     86,18

 

Já     sögðu                                 106              50%

Nei  sögðu                                  102              48,2%

Auðir og ógildir                           4                  1,8%

13
Apr

Talið verður í kvöld í atkvæða greiðslunni um kjarasamning Norðuráls

Kosningu um kjarasamning Norðuráls lýkur kl. 19:30 í kvöld.  Talning í mun hefjast strax eftir að kosningu lýkur.  Niðurstaða úr talningunni verður birt hér á heimsíðufélagsins um leið og niðurstaða liggur fyrir.

12
Apr

Stjórn og trúnaðarráð fundar í kvöld

Fundur verður haldinn í stjórn og trúnaðarráði félagsins í kvöld og hefst fundurinn kl. 20:00.  Aðal mál fundarins eru nýgerðir kjarasamningar félagsins.  Dagskrá aðalfundarins verður líka til umræðu.   Að öllum líkindum verður aðalfundur félagsins haldinn miðvikudaginn 27. apríl.  Endanleg ákvörðun um það mun liggja fyrir eftir fund hjá aðalstjórninni, en fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl

11
Apr

Undirbúningur að 1. maí hafinn

Undirbúningur að hátíðarhöldum á 1. maí er hafinn.  Fundað var á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness í seinni partinn í dag.  Það eru öll stéttarfélög á Akranesi sem standa að 1. maí þau eru:  Verkalýðsfélag Akraness Kennarafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félag-iðn og tæknigreina, Stak og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image