• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jul

Boðað hefur verið til áríðandi fundar með starfsmönnum Fangs ehf.

Formaður félagsins hefur boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Fangs ehf. á mánudaginn kemur.  Ætlar formaður félagsins að fara ýtarlega yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilunni við eigendur fyrirtækisins.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa Samtök atvinnulífsins neitað alfarið að gera kjarasamning við stéttarfélagið fyrir umrædd störf.  Samtök atvinnulífsins  telja að í gildi sé kjarasamningur fyrir starfsmenn Fangs, sem Verkalýðsfélag Akraness telur fráleitt.   Á þessum fundi með starfsmönnum mun verða ákveðið endanlega hvort Verkalýðsfélag Akraness fer með ágreininginn fyrir félagsdóm.  Reyndar er allt útlit á að svo verði raunin.

13
Jul

Útlitið orðið verulega dökkt hvað varðar lausn á kjaradeilu félagsins við eigendur Fangs ehf.

Fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu félagsins við eigendur Fangs ehf.  Samningafundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og er ekki hægt að segja að deiluaðilar hafi nálgast á þessum fundi hjá sáttasemjara í dag.  Samtök atvinnulífsins segja að kjarasamningurinn á hinum almenna markaði sem undirritaður var í mars 2004 gildi fyrir starfsmenn Fangs.  Af þeirri ástæðu neita þeir algerlega að gera sjálfstæðan kjarasamning við starfsmenn Fangs.  Starfsmenn Fangs hafa unnið eftir kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins í ára raðir sá kjarasamningur rann út 30. nóvember 2004.   Verkalýðsfélag Akraness sem hefur samningsumboð fyrir umrædd störf hefur ekki gengið frá neinum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins um launakjör fyrir starfsmenn Fangs.  Því er allt sem bendir til þess að það verði Félagsdómur skeri úr um það hvort Verkalýðsfélag Akraness eða Samtök atvinnulífsins hafi rétt fyrir sér í þessu máli.  

12
Jul

Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar á morgun vegna kjaradeilunnar við Fang ehf.

Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar á morgun vegna kjaradeilu félagsins  við Fang ehf.  hefst fundurinn kl. 14:00.  Væntanlega munu línurnar skýrast allnokkuð á fundinum á morgun.  Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá eru starfsmenn Fangs harðir á því að fá sambærilegan kjarasamning og gerður hefur verið við starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins og Klafa, enda telja starfsmennirnir annað ekkert sanngirni.

11
Jul

Starfsmenn Fangs vilja sjálfstæðan kjarasamning líkt og starfsmenn Klafa fengu

Rétt í þessu lauk fundi sem formaður félagsins hélt með starfsmönnum Fangs.  Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem upp er komin eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu að hefja viðræður við Verkalýðsfélag Akraness um nýjan kjarasamning handa starfsmönnum Fangs ehf.  Skilaboðin sem formaður félagsins fékk frá starfsmönnum á fundinum í dag var hvell skýrt þeir vilja sjálfstæðan kjarasamning líkt og starfsmenn Klafa fengu.  Ánægjulegt var að sjá að alger einhugur var á meðal starfsmanna um þær kröfur sem lagðar hafa verið fram í þessum kjaraviðræðum.

11
Jul

Formaður fundar með starfsmönnum Fangs í dag

Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum Fangs í dag.  Tilefni fundarins er að fara yfir þá stöðu sem upp er komin eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu að ræða við stéttarfélagið um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá er Verkalýðsfélag Akraness nú þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.  Væntanlega mun sáttasemjari boða deiluaðila til fundar í byrjun vikunnar.

08
Jul

Fundað verður að öllum líkindum hjá ríkissáttasemjara eftir helgi

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir að ríkissáttasemjari boði til fundar vegna kjaradeilu stéttarfélagsins við Fang ehf.  Félagið vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á miðvikudaginn var.  Ekki er ósennilegt að sáttafundur verði haldinn fljótlega eftir helgi.  Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum á  mánudaginn kemur, og gera ýtarlega grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin.  Krafa stéttarfélagsins er hvell skýr og frá henni verður ekki hvikað þ.e sambærilegur samningur og gerður var við Klafa ehf.   Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá telja Samtök atvinnulífsins að í gildi sé Kjarasamningur fyrir starfsmenn Fangs.  Verkalýðsfélag Akraness hefur þegar sett sig í samband við lögmann félagsins vegna þessara túlkunar Samtaka atvinnulífsins  á ráðningarsamningum starfsmanna.  Félagið hefur þegar tekið ákvörðun um að haldi Samtök atvinnulífsins þessari túlkun til streitu þá muni félagið fara með málið fyrir félagsdóm.  Það er  mat félagsins að það geti ekki staðist að hægt sé að breyta kjarasamningum starfsmanna algerlega án samráðs við þau stéttarfélög sem hafa samningsumboð fyrir umrædd störf.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image