• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Sep

Fundur um bónusmál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Fundur var haldinn í endurskoðunarnefnd sem fjallar um hið nýja bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins á föstudaginn sl.  Í síðasta kjarasamningi sem gerður var við Íslenska járnblendið var tekið upp nýtt bónuskerfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Í samningum segir  komi í ljós að bónuskerfin séu ekki að skila verulega bættum árangi og þar með hækkandi bónusgreiðslum  til handa starfsmönnum Íj skal fara fram endurskoðun á bónuskerfinu.  Þetta endurskoðunarákvæði nýtti Verkalýðsfélag Akraness sér og fundaði ásamt aðaltrúnaðarmanni með forsvarsmönnum Íj.  Fundurinn  var afar ganglegur og eru aðilar að skoða þá þætti bónussins sem ekki hefur verið að skila því sem samningsaðilar vonuðust til.  En flestir þættirnir í bónusnum hafa gefið það sem samningsaðilar vonuðust til.  Því miður var einn þáttur í nýja bónuskerfinu sem ekkert hefur gefið  starfsmönnum, en það er hreinsaður málmur- milli seljanlegs efnis og útsteypt hreinsaðs efnis.  Eins og áður sagði eru samningsaðilar að reyna að finna út vegna hvers þessi þáttur bónussins hefur ekki virkað sem skildi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image