• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jun

Mjög góður kjarasamningur var undirritaður í dag fyrir starfsmenn Klafa

Skrifað var undir nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa á  fjórða tímanum í dag.   Óhætt er að segja að erfiðlega hafi gengið að ganga endanlega frá nýjum samningi.  Sem er kannski ekkert óeðlilegt þar sem um algerlegan nýjan kjarasamning er um að ræða.  Hinn nýi kjarasamningur  byggist nánast að öllu leiti á kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins. Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að samkomulag skuli hafa náðst um að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins hafi verið notaður algerlega til viðmiðunar.  Það var mat félagsins að eigendur Klafa hafi haft áform um að rjúfa þá kjarasamningsviðmiðun, gagnvart nýjum starfsmönnum.  Það er einnig mat Veralýðsfélags Akraness að hér hafi verið gerður mjög góður kjarasamningur fyrir starfsmenn Klafa.  Helstu atriði samningsins eru.

Grunnlaun verða 136.731 og hækka um 9.3%

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2005

Búið var til nýtt bónuskerfi sem getur gefið að hámarki 7%

Orlofs og desemberuppbætur verða 96.704, hækka um 15%

Starfsmenn fá eingreiðslu upp á 100.000 þúsund

Framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð hækkar um 2% á samningstímanum.

Kostnaðaráhrif samningsins á samningstímanum er rétt rúmt 21%

Það sem stendur upp úr er að það náðist að tryggja öll þau kjaraatriði sem voru í kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins í þessum nýja kjarasamningi fyrir alla starfsmenn Klafa.   Verkalýðfélag Akraness vill þakka starfsmönnum og síðan en ekki síðast trúnaðarmanni Klafa Hafsteini Þórissyni kærlega fyrir alla hjálpina.  Formaður félagsins mun kynna samning fyrir starfsmönnum á mánudag og  greidd verður atkvæði um samninginn eftir þá kynningu.

15
Jun

Samningsaðilar reyna að finna lausn á þeim ágreiningi sem kom upp í gær

Unnið hefur verið í  allan dag að því að  finna lausn á þeim ágreiningi sem kom upp í viðræðunum við forsvarsmenn Klafa á lokasprettinum í gær.   Þessi ágreiningur varð þess valdandi að ekki varð skrifað undir nýjan kjarasamning eins og til stóð í gær.  Ekki er útilokað að málið fái farsæla lausn og það jafnvel á morgun.  Samt segir reynslan okkur sem höfum verið í þessum samningaviðræðum að ekkert er öruggt fyrir enn skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning.  En eins og áður sagði þá eru líkur á að samningsaðilar séu að ná lendingu í þessum ágreiningi sem upp kom. 

14
Jun

Ekki tókst að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa í dag vegna ágreinings

Í frétt hér á heimasíðunni í gær kom fram að fátt gæti komið í veg fyrir að aðilar myndu skrifa undir nýjan kjarasamning í dag vegna Klafa ehf.  Ótrúlegt en satt þá er kominn upp ágreiningur sem varð þess valdandi að samningsaðilar gengu ekki frá undirskrift í dag, og alls óvisst með framhaldið.  Formaður félagsins fundaði með starfsmönnum í dag og fór yfir stöðuna eins  hún lítur út þessa stundina.  Verkalýðsfélag Akraness er að skoða hvað hægt sé að gera í stöðunni.  En óhætt er að segja að staðan hefur breyst töluvert á þessum eina sólahring.  Nú er bara að vona að aðilum beri gæfa til að leysa það sem útaf stendur, þótt útlitið sé vissulega dekkra en það var fyrir fundinn í dag.

13
Jun

Kynningafundur haldinn um nýgerðan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélag verður haldinn í dag kl 17:00

Verkalýðsfélag Akraness vill minna á kynningarfund sem verður haldinn í dag um nýgerðan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga.   Fundurinn verður haldinn  í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13.  Kosið verður um samning í póstatkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send út á morgun og verður hægt að kjósa um samning til kl 12:00 mánudaginn 20. júní nk.  Hægt er að nálgast samning á skrifstofu félagsins sem og hér á heimasíðunni.  Félagsmenn eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn.

Helstu atriði samnings eru eftirfarandi:

Helstu atriði nýs kjarasamnings

Ný launatafla

Mánaðarlaun þeirra sem gegna fullu starfi, skulu greidd skv. eftirfarandi launatöflu frá 1. maí 2005. Bil milli launaflokka er 1,5% og bil milli þrepa er 3,7%.

 

1

2

3

4

5

Lfl.

Byrjunarlaun

20 ára

25 ára

31 ára

36 ára

107

103.056

106.869

110.823

114.924

119.176

108

104.602

108.472

112.486

116.648

120.964

109

106.171

110.099

114.173

118.397

122.778

110

107.763

111.751

115.885

120.173

124.620

111

109.380

113.427

117.624

121.976

126.489

112

111.021

115.128

119.388

123.805

128.386

113

112.686

116.855

121.179

125.663

130.312

114

114.376

118.608

122.997

127.547

132.267

115

116.092

120.387

124.842

129.461

134.251

116

117.833

122.193

126.714

131.403

136.264

117

119.601

124.026

128.615

133.374

138.308

118

121.395

125.886

130.544

135.374

140.383

119

123.216

127.775

132.502

137.405

142.489

120

125.064

129.691

134.490

139.466

144.626

121

126.940

131.637

136.507

141.558

146.796

122

128.844

133.611

138.555

143.681

148.997

123

130.777

135.615

140.633

145.836

151.232

124

132.738

137.650

142.743

148.024

153.501

125

134.729

139.714

144.884

150.244

155.803

126

136.750

141.810

147.057

152.498

158.141

127

138.801

143.937

149.263

154.786

160.513

128

140.884

146.096

151.502

157.107

162.920

129

142.997

148.288

153.774

159.464

165.364

130

145.142

150.512

156.081

161.856

167.845

131

147.319

152.770

158.422

164.284

170.362

132

149.529

155.061

160.798

166.748

172.918

133

151.772

157.387

163.210

169.249

175.511

134

154.048

159.748

165.659

171.788

178.144

135

156.359

162.144

168.143

174.365

180.816

136

158.704

164.576

170.666

176.980

183.529

137

161.085

167.045

173.226

179.635

186.281

138

163.501

169.551

175.824

182.329

189.076

139

165.954

172.094

178.461

185.064

191.912

 

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum:

·              1. maí 2005                  4,24%

·              1. janúar 2006              3,0%

·              1. janúar 2007              3,0%

·              1. janúar 2008              3,0%

 

Auk þess hækka laun í júní 2006 að meðaltali um ríflega 2% vegna breytinga á tengingu starfsmats í launatöflu. Þetta þýðir að félagar í Verkalýðsfélagi Akraness fá hækkun frá einum upp í þrjá launaflokka sem jafngildir frá 1,5% til 4,5 % en stærsti hópurinn innan félagsins fær 2 launaflokka hækkun eða 3%.

Gildistími

Vert er að benda á að fátítt er að gildistími nýs samnings byrji við enda þess gamla. Gamli samningurinn rann út þann 30. apríl sl. og nýi samningurinn gildir frá 1. maí sl. til 30. nóvember 2008.

Launaþrep og starfsaldur

Launaþrepum fækkar úr sjö í fimm. Skorið var neðan af þrepunum og því fá þeir sem yngri eru meiri hækkun en þeir sem eru eldri. Þeir sem voru á byrjunarlaunum fá 12,1% hækkun, en þeir sem eru í fimmta þrepi frá 4,24% hækkun.

 

1. þrep: byrjunarlaun

2. þrep: frá 20 ára aldri

3. þrep: frá 25 ára aldri

4. þrep: frá 31 árs aldri

5. þrep: frá 36 ára aldri

 

Þann 1. júní 2006 tekur eftirfarandi gildi: Eftir 15 ára starf hjá sveitarfélögum skulu starfsmenn fá persónuálag sem nemur 1 stigi sem eru 2%.

 Engir unglingataxtar eru lengur til. Fólk sem er ráðið í tímavinnu, þess vegna 16 og 17 ára, eru ekki lengur í hlutfalli af einhverjum öðrum taxta. Það eru ráðið á byrjunarlaun sem þýðir að um enn meiri hækkun er að ræða fyrir 16 og 17 ára heldur en aðra. Þegar fólk er ráðið í vinnu skal því raðað í þann flokk sem starfsheiti þess segir til um.

Samningur þessi nær ekki til nemenda vinnuskóla sem starfræktir eru á vegum sveitarfélaga. Með vinnuskóla er átt við starfssemi á vegum sveitarfélaga þar sem börnum er gefinn kostur á samspili vinnu, þjálfunar og kennslu í sumarleyfi sínu. Að öðru leyti vísast til 10. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðar 426/1999 um vinnu barna og unglinga.

Ekki vaktaálag vegna afleysinga

Inner komið ákvæði um að ef fólk er að leysa af og fær borgað skv. tímavinnu skal ekki greitt vaktaálag á þær stundir sem eru utan hefðbundins dagvinnutíma heldur greidd yfirvinna, þ.e. greidd skal dagvinna á dagvinnutímabili og yfirvinna á yfirvinnutímabili.

Desemberuppbót

Um sama hlutfall er að ræða og áður, en hækkar til samræmis við launahækkanir.

·     Desember 2005 kr. 57.989

·     Desember 2006 kr. 59.729

·     Desember 2007 kr. 61.520

·     Desember 2008 kr. 63.366

Orlofsuppbót

Orlofsuppbótin hækkar um helming og skal vera sem hér segir:

·     maí 2005 kr. 21.800,-

·     maí 2006 kr. 22.400,-

·     maí 2007 kr. 23.000,-

·     maí 2008 kr. 23.600,-

 

Nýtt ákvæði er komið inn um að orlofsuppbótin skuli greidd 1. maí ár hvert, en áður átti að greiða hana í síðasta lagi 15. ágúst.

Ákvæðisvinna við ræstingar

Ákvæðisvinna við ræstingar hækkaði umfram aðra, eða um 5,5% og aukalega mun koma inn 1% hækkun þann 1. janúar 2006.

Einnig kom inn í skilgreiningu á aðalhreingerningu að bónleysing flokkast með sama álagi og aðalhreingerning:

Aðalhreingerning er vinna við ræstingu húsnæðis, veggi loft og gólf, þ.m.t. bónleysing, á þeim tíma sem ekki er reglulegt skólahald. Í einstaka tilvikum getur aðalhreingerning einnig verið á reglulegum starfstíma skóla.

Útköll og aukavinna

Inner komið ákvæði sem segir að þegar um útköll eða aukavinnu er að ræða skal þeirri meginreglu fylgt að þeir starfsmenn skuli kallaðir til starfa sem að jafnaði hafa viðkomandi starf með höndum.

Frí út á Yfirvinnu

Heimilt er starfsmanni, með samkomulagi við vinnuveitanda, að safna allt að 5 frídögum á ári vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun. Frí út á yfirvinnu á að margfalda með stuðlinum 1,8.

Orlof

Réttur til 30 daga orlofs er nú við 38 ára aldur en var 40 ára áður.

Tryggingar

Inn kom nýtt ákvæði varðandi skaðabótakröfu að starfsmaður sem í starfi sínu sinnir einstaklingi sem að takmörkuðu eða jafnvel engu leyti getur borið ábyrgð á gerðum sínum, á rétt á að beina skaðabótakröfu sinni vegna líkams- eða munatjóns að launagreiðanda en ekki að viðkomandi einstaklingi

Verkfæri og fatnaður

Föt sem starfsmönnum er úthlutað, eins og kulda- og regngöllum, skulu nú vera í umsjón viðkomandi starfsmanns, í stað þess að fötum sé útdeild á ákveðinn hóp og þau notuð sameiginlega innan hópsins eins og áður var.

Einnig kom inn ákvæði um að hreinsun á fatnaðinum en ekki náðist að semja um viðbótarfatnað nema í einstaka tilfellum.

Afleysingar

Nýr kafli um afleysingar kom inn í samninginn sem skýrir mjög vel bæði hvernig farið er með mál staðgengla yfirmanns sem vinna sem slíkir allt árið. Einnig er sérákvæði um aðra, sem ekki eru staðgenglar yfirmanns, en leysa af sem slíkir.

Persónustig í stað símenntunarflokka

Hér á ferðinni mesta breytingin frá því sem áður var, því nú koma inn svokölluð persónustig í staðinn fyrir ákvæði um símenntunarflokka. Hætt verður við kerfið sem áður var notað, en með því var mest hægt að fá hækkun um fjóra launaflokka. Uppbygging þess var þannig að þeir sem höfðu aflað sér símenntunar og voru 22 ára fengu hækkun um tvo launaflokka, 28 ára fengu þriðja flokkinn og 36 ára einstaklingur fékk fjórða launaflokkinn.

Nú fá menn stig eftir starfsaldri hjá sveitarfélögunum, sem lítur svona út:

·                                                  1 stig (2%) eftir 1 árs starf hjá sveitarfélögum.

·                                                  Samtals 2 stig (4%) eftir 5 ára starf hjá sveitarfélögum.

·                                                  Samtals 3 stig (6%) eftir 9 ára starf hjá sveitarfélögum.

 

Þetta gildir eingöngu fyrir nýja starfsmenn. Enginn tapar á þessu vegna þess að gömlu starfsmennirnir halda auðvitað öllu sínu áfram nema þá aðeins að nýja kerfið komi betur út fyrir þá. Breytingin er sú að nú koma prósentur ofaná grunnflokkinn.

Stúdentspróf gefur 2 stig eða 4%

Til viðbótar kemur að einstaklingar fá nú aukastig vegna stúdentsprófs í hvaða starfi sem er. Jafnframt kemur nú til viðbótar að hafi starfsmaður lokið viðurkenndu diplómanámi á háskólastigi tengt starfssviði sínu hækkar persónuálag hans um 2 stig enda sé námið að lágmarki 30 einingar. Hækkun skv. þessari grein á þó einungis við þegar námið er ekki metið í starfsmati eða leiðir til þess að starfsmaður flyst í annað starf. Ófaglærður starfsmaður eða leiðbeinandi sem lokið hefur 45 eininga námi til B.Ed. gráðu í leikskólafræðum skal fá 2 persónuálagsstig. Þegar B.Ed. gráðu er náð falla persónuálagsstigin niður.

Þetta þýðir að 36 ára gamall einstaklingur, sem aldrei hefur unnið hjá sveitarfélagi fer bara í grunnflokkinn og þarf að vinna sig upp í starfsaldri til að ná þessum stigum.

Launað námsleyfi

Mikið hefur breyst hvað varðar launað námsleyfi og er nú í fyrsta sinn orðið sambærilegt við það sem gerst hefur hjá starfsmannafélögunum. Nú er heimilt að veita starfsmanni með sérmenntun, sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í 5 ár hið skemmsta, launað leyfi til þess að stunda viðurkennt framhaldsnám í sérgrein sinni.

Þá er einnig er heimilt að veita launað leyfi til viðurkennds framhaldsnáms til 3ja mánaða hið lengsta á hverjum 5 árum. Í sérstökum tilvikum er heimilt að veita lengra leyfi sjaldnar eða í allt að 6 mánuði á hverjum 10 árum. Einnig er heimilt að veita starfsmönnum, sem ákvæði þetta tekur til, launað námsleyfi tíðar en að framan greinir, en þó skemur hverju sinni og eigi umfram 1 mánuð á hverjum 20 mánuðum, enda leiði ekki af því aukinn kostnað

Fæðingarorlof

Nú í fyrsta sinn eru félagsmenn okkar komnir til jafns við aðra starfsmenn ríkis og sveitarfélaga hvað varðar rétt í fæðingarorlofi.

Starfsmaður launagreiðanda sem er í fæðingarorlofi nýtur réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar. Starfsmaður er áfram í þeim lífeyrissjóði(um) sem hann hefur tilheyrt sem starfsmaður launagreiðanda.

Starfsmaður sem nýtur fyrirframgreiðslu launa skal eiga rétt til fyrirframgreiðslu frá launagreiðanda þann mánuð sem hann hefur töku fæðingarorlofs og fellur sá réttur niður þann mánuð sem hann kemur til baka úr fæðingarorlofi.

Veikindaréttur

Ekkert breyttist í kaflanum um veikindarétt nema ef um vinnuslys er að ræða og fólk er að hætta störfum getur það átt rétt á að taka út veikindarétt sinn þó slysið eigi sér stað t.d. degi áður en viðkomandi lætur af störfum. Sem dæmi er hægt að taka einstakling sem unnið hefur hjá Akureyrarbæ í 18 ár og ætlar að láta af störfum á morgun, en lendir í slysi í vinnunni í dag og er heilt ár að jafna sig. Hann heldur veikindarétti sínum allan tímann.

Starfsmenntasjóður

Inn kom ákvæði um að þann 1. janúar 2007 verði stofnaður fræðslusjóður þeirra stéttarfélaga sem standa að þessum samningi sem á að auka möguleika félagsmenn á að sækja um námsstyrki og jafnframt að fá sveitarfélögin til að auka námsframboð. Þá hækkar framlag sveitarfélaga til starfsmenntunarsjóðs úr 0,40% í 0,72%. Forsenda hækkunarinnar er að þau stéttarfélög sem aðild eiga að kjarasamninginum stofni sameiginlegan starfsmenntunarsjóð undir einni stjórn með jafnri stjórnarþátttöku beggja samningsaðila og að heildarframlög sveitarfélaga renni óskipt í sjóðinn frá 1. janúar 2007.

Lífeyrissjóður – loksins, loksins

Greiðslur í lífeyrissjóð verða nú til jafns við opinbera starfsmenn. Nú þurfa starfsmenn hjá sveitarfélögum ekki lengur að borga 5% í lífeyrissjóð heldur einungis 4% eins og allir aðrir. Þetta þýðir að starfsmenn sem vinna samkvæmt samningi þessum skulu vera aðilar að þeim lífeyrissjóðum sem aðildarfélög SGS eiga aðild að. Starfsmaður greiðir 4% iðgjald af heildarlaunum til lífeyrissjóðs og launagreiðandi með sama hætti 11,5% mótframlag í stað 10,5% eins og það var áður.

Þá er einnig komið inn ákvæði um viðbótarlífeyrissparnað, en í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð, greiðir vinnuveitandi framlag á móti allt að 2% gegn 2% framlagi starfsmanns frá og með 1. maí 2005.

Þetta er lokaáfanginn í því sem byrjað var að semja um árið 2001 og er fyrsti samningurinn innan Alþýðusambands Íslands sem nær því að jafna þessa hluti.

Bókanir

Með samningnum fylgja nokkrar bókanir og er vert að benda á tvær þeirra:

Undirbúningstími

Önnur bókunin snýr að starfsmönnum grunn- og leikskóla þar sem inni er komið ákveðnara orðalag en áður var varðandi undirbúningstíma og er eftirfarandi:

Haga skal skipulagi vinnutíma starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og öðrum sambærilegum stofnunum þannig að það mótist í samráði viðkomandi stjórnenda og starfsmanna. Í því sambandi skal sértaklega taka tillit til þarfa fyrir undirbúnings- og úrvinnslutíma þegar starfsmönnum eru falin verkefni sem að jafnaði eru á verksviði faglærðra starfsmanna eða telja verður að jafnist á við slík verkefni.

Jafnframt skulu stjórnendur skóla skilgreina viðveruskyldu og verkefni starfsmanna þannig að einstökum starfsmönnum séu þessir þættir ljósir við upphaf hvers skólaárs. Stjórnendur skulu rökstyðja fyrir starfsmönnum áform sín um skipulag vinnutímans og endanlega ákvörðun eftir samráðið. 

Stöðugildi í mötuneytum

Hin bókunin fjallar um módel sem búið er að semja um og varðar stöðugildi í mötuneytum og er eftirfarandi:

Samningsaðilar munu taka saman upplýsingar um viðmiðunarreglur sem mótaðar hafa verið og notaðar af nokkrum rekstraraðilum um mönnun í eldhúsum og mötuneytum stofnana sveitarfélaga, m.t.t. stöðugildafjölda aðstoðarfólks, og koma þeim á framfæri við þá aðila sem ekki hafa fram til þessa ákvarðað mönnun í slíkum starfseiningum á grundvelli þess háttar viðmiðunarreglna. Um er að ræða upplýsingamiðlun með það að markmiði að auðvelda rekstraraðilum skipulagningu starfseminnar í samræmi við aðstæður á hverjum stað þannig að sátt ríki milli starfsmanna og stjórnenda á þessu sviði en ekki samningsbundnar reglur.

Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar

Í umslaginu eru eftirfarandi gögn ásamt þessu kynningarriti:

Atkvæðaseðill, umslag fyrir atkvæðaseðilinn, umslag merkt „SENDANDI“ og að síðustu umslag merkt Verkalýðsfélag Akraness.

Eftir að atkvæði hefur verið greitt er seðillinn brotinn saman, settur í minnsta umslagið og það límt aftur. Það er síðan sett í umslagið með nafni þínu og bæði umslögin sett í umslagið merkt Verkalýðsfélag Akraness. Umslagið má setja ófrímerkt í póst eða koma því á skrifstofu Verkalýðsfélag Akraness.  Munið eftir að skrifa nafn ykkar á seðillinn þar sem stendur eiginhandaráritun.  Ef það er ekki gert þá er seðillinn ógildur.

Síðasti skiladagur kjörgagna er kl. 12:00 mánudaginn 20. júní 2005. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að koma atkvæðinu í póst eða á skrifstofu félagsins Sunnubraut 13 Akranesi.

13
Jun

Fátt getur komið í veg að skrifað verði undir nýjan kjarasamning við Klafa á morgun

Fátt getur komið í veg fyrir að undirritað verði undir nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa á morgun.  Samningsaðilar funduðu í dag og komust að samkomulagi með framkvæmdina á nýja bónuskerfinu.  Það sem verður gert á morgun er að aðilar ætla að lesa saman yfir ný samningstextan.  Komi ekkert óvænt uppá  í þeim yfirlestri þá munu  samningsaðilar skrifa undir nýjan kjarasamning

10
Jun

Ekki tókst að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa í dag

Ekki tókst að klára nýjan kjarasamning í dag fyrir starfsmenn Klafa eins og vonir stóðu til.  Samningsaðilar funduðu samfellt í 7 klukkustundir og voru aðilar sammála um að fresta viðræðum fram á mánudag.  Þar sem ljóst var orðið að samningsaðilar myndu ekki ná að klára þá vinnu sem eftir væri.  Það reyndist mun tímafrekara að samræma þann samningstexta sem verður í hinum nýja kjarasamningi Klafa, heldur en samningsaðilar reiknuðu með.  Eru aðilar sammála um að gefa sé þann tíma sem þarf, og að vanda þurfi þessa vinnu eins og kostur er.  Einnig tafði það töluvert fyrir í dag að upp kom ágreiningur um hvernig fyrirkomulagið á hinu nýja bónuskerfi skuli vera.   Vonandi mun takast að  leysa þann ágreining strax eftir helgi, það er alla vega von Verkalýðsfélags Akraness.  Samningsaðilar ætla að funda strax eftir helgi og vonir standa til að hægt verði að landa nýjum samningi á mánudaginn n.k.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image