• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundur með forsvarsmönnum HB Granda verður haldinn á morgun Afla skipið Víkingur Ak 100
16
Aug

Fundur með forsvarsmönnum HB Granda verður haldinn á morgun

Forsvarsmenn HB Granda hafa orðið við ósk stéttarfélagsins um að halda fund með trúnaðarmönnum síldarbræðslunnar, Víkings AK 100 og formanni Verkalýðsfélags Akraness.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum HB Granda í Reykjavík og hefst kl. 09.00.  Verkalýðsfélag Akraness ásamt trúnaðarmönnum fyrirtækisins ætla að reyna að fá svör frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um hvernig rekstri Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunnar og Víkings AK 100 verði háttað í framtíðinni.  Það er alveg ljóst að það eru blikur á lofti hvað varðar framtíðskipan síldarbræðslunnar og Víkings Ak 100.  Laun sumra starfsmanna síldarbræðslunnar hafa lækkað um allt að 56% á milli ára.  Starfsmenn eru því eðlilega áhyggjufullir yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu, og alger óvissa  ríkir yfir framtíð bræðslunnar.  Einnig eru áhafnameðlimir Víkings verulega  áhyggjufullir yfir framtíð skipsins.  Skipstjóri Víkings Ak ásamt trúnaðarmönnum áttu fund með forstjóra fyrirtækisins í gær.  Fundurinn var haldinn eftir að ákveðið hafi verið að skipið skyldi ekki fara á síldveiðar um miðjan september eins og áformað hafi verið.  Óskuðu skipstjóri Víkings AK og trúnaðarmenn skipsins eftir að fá heimild til að veiða 4000 þúsund tonn af síld til að brúa bilið á milli úthalda.  Þessari ósk skipverjana munu forsvarsmenn HB Granda  væntanlega svara á fundinum á morgun. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image