• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Verkalýðsfélag Akraness leigir íbúð á Torreviejasvæðinu á Spáni

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum uppá möguleika á að leigja íbúð á Torreviejasvæðinu sem félagið hefur tekið á leigu frá 25. maí 2022 til 31. ágúst 2022.

Hin leigða eign er ný íbúð á jarðhæð í íbúðakjarnanum “Resid GALA” sem er við götuna “Calle Canala” í bæjarfélaginu Orihuela Costa á Torreviejasvæðinu en póstnúmerið er 03189 og tilvísunarnúmer íbúðarinnar hjá Spánarheimili er 137017.
Hægt er að fá nánari lýsingu á eigninni hér:

https://spanarheimili.is/leiguskra/listing/playa-flamenca-gala-jardhaedb/

Eigin er í ca klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, en hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli inni á https://spann.is/akstur/

Eignin er leigð með öllu því sem eigninni fylgir og fylgja skal miðað við eðlilega heimilisnotkun. Leigjandinn þarf að  skoða og kynna sér vel lýsingu, leiguskilmála  og myndir af eigninni. 

Þessi orlofsmöguleiki verður auglýstur betur í janúar en það mun gilda svokallað punktakerfi eins og þegar um sumarúthlutun er annarra orlofshúsa félagsins er framkvæmdar.

27
Dec

Miklar endurbætur á íbúðum VLFA á Akureyri

Um þessar mundir standa yfir gríðarlegar endurbætur á öllum þremur íbúðum sem Verkalýðsfélag Akraness á Akureyri en félagið á þrjár íbúðir í Furulundi 8.

Núna er framkvæmdum lokið á einni íbúðinni og er áætlað framkvæmdum á hinum tveimur verði lokið í janúar og febrúar.

Eins og áður sagði þá er þetta miklar endurbætur sem lúta nánast að öllum innviðum íbúðina svo sem gólfefni, hurðar, eldhúsinnréttingar, baðherbergi og síðan eru þær allar málaðar að nýju.

Hér eru myndir eftir breytingar

22
Dec

Gleðileg jól

Stjórn og starfsmenn Verkalýðsfélags Akraness óskar félagsmönnum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem nú er að líða.

22
Dec

Opnunartími yfir jól og áramót

Þorláksmessa 23. desember lokað

Aðfangadagur 24. desember lokað

Mánudagur 27. Desember opnum klukkan 12.

28. desember til 30 desember opið frá 08.00- 15.00

Gamlársdagur lokað

Mánudagur 3. Janúar opnum klukkan 12:00

14
Dec

VLFA hefur innheimt rúmar 10 milljónir á árinu vegna kjarasamningsbrota

Það sem er af þessu ári hefur Verkalýðsfélag Akraness innheimt vegna kjarasamningsbrota og ágreinings um túlkun kjarasamninga rúmlega 10 milljónir króna.

Það má segja að árið sem nú er að líða hafi kjarasamningsbrot verið með minnsta móti miðað við mörg önnur ár. En réttindavarðveisla fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð verið stór partur af starfsemi skrifstofunnar, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá hefur félagið innheimt vegna vangreiddra launa og ágreinings vegna túlkunar á ráðningarsamningum og kjarasamningum rétt rúman einn milljarð frá árinu 2004.

Í þessu samhengi er ekki verið að taka tillit til margfeldisáhrifa sem sum réttindamálin hafa síðan leitt af sér til framtíðar. Stærsta einstaka málið sem félagið hefur innheimt fyrir sína félagsmenn er mál sem vannst fyrir dómstólum gegn Hval á síðasta ári en það skilaði um 100 milljónum.

Það er morgunljóst að mikilvægi stéttarfélaga við að varðveita kjarasamningsleg réttindi sinna félagsmanna er gríðarlegt enda leikurinn á milli launamannsins og atvinnurekandans afar ójafn og er formaður nokkuð viss um að nánast ekkert af þessum málum hefðu fallið starfsmönnum í hag nema með aðkomu stéttarfélagsins.

09
Dec

Veiðikort og gjafakort á Íslandshótelum með allt að 55% afslætti til félagsmanna

Nú geta félagsmenn keypti Veiðikortið fyrir árið 2022 á skrifstofu félagsins. Veiðikortin kosta 8.900 krónur en félagsmenn greiða 4.000 krónur fyrir þau.


Veiðikortin hafa notið mikilla vinsælda hjá félagsmönnum enda hægt að veiða í 36 vötnum vítt og breytt um landið.  

Í næstu viku býður Verkalýðsfélagið einnig upp á að félagsmenn geti keypt gjafabréf frá Íslandshótelum.


Orlofssjóður niðurgreiðir gjafabréf hjá Íslandshótelum til félagsmanna. Einn punktur er dregin af félagsmanni fyrir hvert keypt gjafabréf. Hver félagsmaður getur keypt fimm gjafabréf á ári.
Gjafabréfið gildir sem gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á 3* Íslandshóteli að eigin vali. Ef félagsmenn vilja fara á 4* hótel þarf að greiða 5.000 krónum meira.  

Gjafabréfin kosta 14.900 krónur en félagsmenn kaupa þau á 8.000 krónur og býðst því félagsmönnum 46% afsláttur á umræddum gjafabréfum og 55% afsláttur á veiðikortunum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image