• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Jan

Upp undir 100 milljónir greiddar úr sjúkrasjóði VLFA á árinu 2020

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness greiddi til félagsmanna upp undir 100 milljónir úr sjóðnum á árinu sem nú var að líða.

En um umtalsverða aukningu er að ræða á milli ára eða sem nemur tæpum 19%. Af þessum 100 milljónum voru tæpar 60 milljónir vegna sjúkradagpeninga en félagsmenn eru tryggðir fyrir allt að 80% af launum sínum eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur vegna veikinda.

Fæðingarstyrkur til félagsmanna sem eignuðust barn á árinu nam tæpum 13 milljónum og gleraugnastyrkir til félagsmanna námu 4,5 milljónum. Heilsueflingarstyrkir námu 4,6 milljónum og heilsufarsskoðunarstyrkir námu 5,7 milljónum.

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu meðvitaðir félagsmenn eru um þá styrki sem félagið bíður sínum félagsmönnum uppá en upp undir 40% af þeim félagsmönnum sem eru greiðendur í félagið nýttu sér styrki úr sjúkrasjóði félagsins.

22
Dec

Stjórn og starfsfólk VLFA óska félagsmönnum sínum gleðilegra jóla

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness óska öllum sínum félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Opnunartími skrifstofu félagsins verður með eftirfarandi hætti fyrir jól og milli jóla og nýárs:

 

  • 23. desember (Þorláksmessa)     Lokað
  • 28. desember                             11:00 til 16:00
  • 31. desember (gamlársdagur)       Lokað

 

Aðra daga milli jóla og nýárs verður opið með hefðbundum hætti.

21
Dec

Aðalfundi sjómannadeildar VLFA frestað vegna Covid 19

Sjómenn sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness athugið. Vegna takmarkana og skýrra fyrirmæla frá sóttvarnaryfirvöldum vegna COVID 19 þá er hinum árlega aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness sem ætíð er haldinn milli jóla og nýárs frestað ótímabundið.

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness vill óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

21
Dec

Réttindi hjá Sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness

Vissir þú að félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans?

 

Helstu réttindi eru:

  • Sjúkradagpeningar - 80% af meðaltali þeirra heildarlauna, hámark 500.000.
  • Fæðingarstyrkur - kr. 150.000.
  • Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar - kr. 100.000.
  • Greiðsla vegna Heilsufarsskoðunar (t.d. krabbameinsskoðun, skoðun hjá Hjartavernd, speglanir, tannlæknar) - 50% af kostnaði að hámarki 25.000.
  • Gleraugnastyrkur - 50% af reikningi þó að hámarki 50.000. Hægt er að nýta styrkinn vegna barns félagsmanns, 50% af reikningi að hámarki kr. 22.000.
  • Heyrnartækjastyrkur - 50% af reikningi að hámarki 40.000.
  • Heilsueflingarstyrkur - 50% af reikningi að hámarki 30.000.
  • Sjúkraþjálfun/sjúkranudd hjá löggiltum sjúkraþjálfara/sjúkranuddara – 50% af reikningi að hámarki allt að 50.000. Sama rétt eiga elli- og örorkulífeyrisþegar vegna sjúkraþjálfunar/sjúkranudds, þ.e. allt að 50.000 kr. í eitt skipti.
  • Dánarbætur vegna fráfalls félagsmanns frá kr. 62.762 til 360.000.
  • Sálfræðiþjónusta / fjölskylduráðgjöf – 50% af reikningi að hámarki 50.000.
  • Göngugreining - kostnaður greiddur allt að kr. 10.000.

 

Sjá nánar hér: https://vlfa.is/index.php/sjukrasjodhur/sjukrasjodhur

14
Dec

Verkalýðsfélag Akraness hefur innheimt frá árinu 2004 um einn milljarð vegna launakrafna

Það er eins og áður ætíð nóg að gera við að verja réttindi félagsmanna. Í því samhengi er rétt að upplýsa að félagið hefur innheimt vegna vangreiddra launa og launakrafna vegna gjaldþrota um 131 milljón á árinu 2020.

Eins og hefur komið fram hér á heimasíðunni þá er langstærsta einstaka innheimtumálið málið gegn Hval en þar liggja uppundir 70 milljónir með launatengdum gjöldum. Dómsmálið sem félagið hefur staðið í í hartnær 5 ár skilar um eða yfir 100 milljónum þegar starfsmenn Hvals sem tilheyra öðrum stéttarfélögum eru teknir með.

Launakröfur vegna gjaldþrots námu um 40 milljónum á árinu sem er að líða og síðan voru nokkur innheimtumál sem skiluðu nokkrum milljónum hjá nokkrum einstaklingum þar sem ágreiningur var um túlkun á kjarasamningum, en þau mál leystust án aðkomu dómstóla.

Það er skemmst frá því að segja að VLFA var með 8 mál fyrir dómstólum á árinu, 7 gegn Hval og eitt gegn Norðuráli vegna vikulegs frídags en það mál var flutt fyrir félagsdómi og skilaði umræddum starfsmanni 1,6 milljónum í leiðréttingu.

Það er formanni VLFA algjörlega til efs að nokkurt stéttarfélag hafi verið með jafn mörg mál fyrir dómstólum á síðasta ári og undanfarin ár miðað við stærð félagsins.

Rétt er að geta þess að frá árinu 2004 hefur Verkalýðsfélag Akraness innheimt vegna kjarasamningsbrota og ágreinings um túlkun á kjarasamningum um 1 milljarð króna og er þá ekki verið að taka tillit til þeirra mála þar margfeldisáhrifa sem sum ágreiningsmálin hafa skilað til framtíðar.

Þetta sýnir hversu gríðarlega mikilvæg stéttarfélögin eru fyrir launafólk enda er „leikurinn“ á milli launamannsins og atvinnurekandans gríðarlega ójafn þegar kemur að ágreiningi um kjarasamningsbrot eða vangreidd laun. Þá skiptir miklu máli að hafa öflugt stéttarfélag til að sækja rétt sinn þar sem ekki er horft í krónur og aura við að ná fram vangreiddum launum fyrir dómstólum ef þurfa þykir.

11
Dec

Sér loks fyrir endann á 5 ára réttinda-og baráttumáli gegn Hval

Nú sér loksins fyrir endann á fimm ára réttinda-og baráttumáli fyrir dómstólum sem Verkalýðsfélag Akraness hefur háð fyrir félagsmenn sína sem störfuðu hjá Hval á vertíðunum 2013-2014 og 2015.

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni vann félagið mál fyrir dómstólum fyrir umrædda starfsmenn og nú er búið að reikna út þá leiðréttingu sem Hvalur þarf að greiða og ljóst að sú leiðrétting mun nema uppundir 100 milljónum til allra starfsmanna með launatengdum gjöldum. En formanni sýnist að upphæðin sem félagsmenn VLFA fá endurgreitt með dráttarvöxtum og launatengdum gjöldum nemi nálægt 70 milljónum og má áætla að félagsmenn sem störfuðu hjá Hval og tilheyrðu ekki VLFA séu að fá 30 milljónir.

Formaður er að vonast eftir að þessi leiðrétting samkvæmt dómi Landsréttar verði greidd fyrir lok næstu viku og ljóst að það verður gott fyrir félagsmenn VLFA að fá þessa leiðréttingu svona rétt fyrir jól.

Þetta langa réttinda- og baráttumál sem félagið hefur háð í fimm ár er eitt stærsta mál sem félagið hefur rekið fyrir dómstólum. Stjórn VLFA er stolt af því að hafa náð að knýja fram réttlætið í þessu máli en félagið horfir ekki á tíma né aura við að verja hagsmuni sinna félagsmanna sé minnsti grunur um að verið sé að brjóta á þeim.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image