• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Aug

Norðurál- Orlof vegna fastrar yfirvinnu á 12 tíma vöktum, greitt út eða aukið orlof

Þann 1. maí á þessu ári tók gildi nýtt vaktakerfi sem byggðist á því að Norðurál hætti með svokallað 12 tíma vaktakerfi og tók upp 8 tíma kerfi eins og tíðakast í nánast í öllum stóriðjum á Íslandi.

Í ljósi þess að verið var að fara úr 12 tíma í 8 tíma kerfi þurfti að tryggja að það umfram orlof vegna fastrar yfirvinnu sem ávannst inn á 12 tíma vaktakerfinu vegna orlofsársins 2020-2021 skilaði sé að fullu til þeirra sem voru búnir að ávinna sé það inn.

Á þeirri forsendu mun starfsmönnum bjóðast að fá 36 stundir sem er þetta umfram orlof greitt út á núverandi yfirvinnukaupi eða taka út 36 sundir í orlofi sem jafngilda 4,5 vöktum í samráði við sinn yfirmann.

Úttekt á 4,5 orlofsvöktum eða greiðsla á 36 yfirvinnutímum miðast við fullt starf á orlofsárinu 2020-2021. Þeir starfsmenn sem unnu tímabundið eða skiluðu ekki 100% starfi fá hlutfallslega orlofstíma eða greitt miðað við mánuði í starfi.

Rétt er að geta þess að starfsmenn sem eiga þennan valmöguleika þurfa að fylla út eyðublað og skila til vaktastjóra fyrir 15. September 2021. Það er einnig rétt að geta þess að þeir sem skila ekki inn umræddu eyðublaði inn fyrir 15 september næstkomandi fá greidda 36 yfirvinnutíma eða í samræmi við starfshlutfall með september laununum.

Fyrir 100% starf eru 36 tíma umfram orlofið að skila frá 150.000 kr. uppí 183.000 kr. eins og sjá má að töflunni hér að neðan.

NA Tafla

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image