• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Fundað með starfsmönnum í félagsþjónustu á Beykiskógum

Óskað var eftir að formaður Verkalýðsfélags Akraness mætti á fund með starfsmönnum í félagsþjónustunni á Beykiskógum og gerði formaður það í byrjun síðasta mánaðar. Þar fór hann yfir réttindi og skyldur þeirra sem starfa við félagsþjónustu fatlaðra. Fundurinn var mjög góður þar sem var farið yfir helstu atriði í kjarasamningnum, atriði eins og vaktahvata, breytingargjald og nýjar hækkanir á kauptöxtum starfsmanna Akraneskaupstaðar sem og félagsmannasjóðinn. Fram kom í máli starfsmanna að almenn ánægja ríki með félagsmannasjóðinn og það fyrirkomulag sem gildir um hann. En fjölmargar spurningar komu fram á þessum fundi og er alltaf gott og mikilvægt að fá tækifæri til þess að hitta starfsmenn til að fara yfir þeirra réttindi.

 

 

17
Feb

Kosning um nýjan samning sjómanna

Kosning um kjarasamninginn sem undirritaður var þann 9. febrúar síðastliðinn verður opnuð kl. 14:00 í dag (17. febrúar 2023) og stendur til kl. 15:00 þann 10. mars 2023.

Hver einstaklingur sem er á kjörskrá getur aðeins kosið einu sinni. 

Kynningarefni vegna nýja samningsins er  HÉR

Samninginn er hægt að skoða HÉR

Sjómannasamband íslands sér um sameiginlega kosningu en hún rafræn, skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum og veljið já eða nei. 

Ef einhver vandamál koma upp varðandi innskráningu eða kjörskrá endilega hafið samband við skrifstofu VLFA og við finnum út úr því.

HÉR er linkur á kosninguna.

10
Feb

Nýr samningur við sjómenn komin á borðið !

KYNNING                             NÝR KJARASAMNINGUR

06
Feb

Laun hækka um 11,74 hjá Elkem Ísland

Grunnlaun verkamanna sem starfa  hjá Elkem hækka með hæfnisálagi að meðaltali um 48.463 kr. frá 1. Janúar 2023

En heildarlaun ofngæslumanna munu hækka um 80.967 kr. að meðaltali á mánuði.

Einnig er rétt að geta þess að orlofs- og desemberuppbætur fara úr 244.896 kr. í 273.622 kr. hvor fyrir sig og er sú hækkun 28.726 kr. eða samtals 57.452 kr.

Rétt er að geta þess að þetta er hækkun sem nemur 11,74% en þessar hækkanir eru í samræmi við kjarasamning sem gerður var 1. Janúar 2020 og rennur hann út í árslok 2024

25
Jan

Félagsmannasjóður greiðir 30 milljónir til þeirra sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða

Í síðasta kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið um svokallaðan félagsmannasjóð. Sá sjóður byggist á því að samningsaðilar sem eru í þessu tilfelli Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimlið Höfði greiða sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sérstaka sjóð. Í samningnum var síðan kveðið á um að útgreiðsla úr sjóðnum skyldi eiga sér stað einu sinni á ári eða í febrúar ár hvert og núna er komið að því að greiða úr sjóðnum.

Þetta er í þriðja sinn sem greitt er úr sjóðnum til þeirra félagsmanna sem tilheyra umræddum samningi og mun útborgun nema rétt tæpum 30 milljónum og nemur meðaltals greiðsla rétt rúmum 50.000 kr. Í heildina eru það 593 félagsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimlinu Höfða sem eiga rétt á greiðslu og kemur hún inn á reikning þeirra þann 1. febrúar næstkomandi.

Á síðasta mánudag var bréf póstlagt til þeirra félagsmanna sem fá endurgreiðslu þar sem fram kemur upphæð sem viðkomandi fær inn á reikning sinn um mánaðarmótin.

Rétt er að geta þess eins og áður hefur komið fram að þetta er í þriðja sinn sem greitt er út úr sjóðnum og nemur heildargreiðslan á þessum 3 árum um 75 milljónum sem tilheyra umræddum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

24
Jan

Laun í Norðuráli hækka um 11,74%

Grunnlaun verkamanna sem starfa hjá Norðuráli hækka með hæfnisálagi að meðaltali um 49.376 kr. frá 1. Janúar 2023

En heildarlaun verkamanna í kerskála munu hækka um 82.500 kr. að meðaltali á mánuði, en í kerskálanum er fjölmennasti hópurinn sem starfar hjá Norðuráli

Einnig er rétt að geta þess að orlofs- og desemberuppbætur fara úr 244.896 kr. í 273.622 kr. hvor fyrir sig og er sú hækkun 28.726 kr. eða samtals 57.452 kr.

Rétt er að geta þess að þetta er hækkun sem nemur 11,74% en þessar hækkanir eru í samræmi við kjarasamning sem gerður var 1. Janúar 2020 og rennur hann út í árslok 2024

Það er einnig rétt að geta þess að laun hjá Elkem Ísland, Klafa og Snók þjónustu munu einnig hækka um 11,73% en öll þessi fyrirtæki eru með starfsemi á stóriðjusvæðinu á Grundartanga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image