• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Sumarúthlutun

Opið er fyrir umsóknir um orlofshús til 21. apríl, en úthlutun fer fram þann 24. apríl.

Í boði eru 13 vikur og skiptidagar eru á miðvikudögum.  Einfalt er að senda inn umsókn á félagavefnum, en þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum 

Hér er umsóknareyðublað og bæklingur :)  

Þau hús sem eru í úthlutuninni eru : 

Fjögur hús í Húsafelli: 

BIrkihlíð 6, Hraunbrekkur 2, Ásendi 9 og Ásendi 10 

Eitt hús í Kjósinni, þrjú í næsta nágrenni við Akranes;  Bláskógar, Efstiás og við Hótel Glym

Þrjár íbúðir á Akureyri og ein í Stykkishólmi

Að ógleymdum bæði  Hraunborgum og Ölfusborgum

 

Svo viljum við einnig minna félagsmenn okkar á að félagsskírteinin eru nú orðin rafræn, en ýmis fyrirtæki hér á Akranesi bjóða félagsmönnum VLFA upp á sérkjör.

Það er einnig frítt fyrir félagsmenn okkar að veiða í hluta af vötnunum í Svínadal. 

 

 

05
Apr

Aðalfundur VLFA verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 17

 

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn

þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 17

á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  3. Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt 28. grein laga félagsins.
  4. Kynning á hækkun á greiðslum úr sjúkrasjóði.
  5. Breyting á lögum félagsins (greinar 3, 6-8, 14, 17, 20-24, 27-28 og 30).
  6. Önnur mál.

Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsins kveður á um.

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn.

30
Mar

Frítt að veiða í Svínadal

Eins og undanfarin ár hefur orlofssjóður Verkalýðsfélags Akraness nú gengið frá samningi um að félagsmenn í VLFA geti fengið frítt veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni í Svínadal. Framvísa þarf félagsskírteini en þau er hægt að nálgast inni á heimasíðu VLFA undir flipanum innskráning.

Þessi möguleiki hefur verið vel nýttur af félagsmönnum undanfarin ár og vonast stjórn VLFA til þess að félagsmenn njóti áfram góðs af þessum samningi.

17
Mar

Félagsmenn athugið

Play og Icelandair

Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum upp á að kaupa gjafabréf hjá Play og Icelandair.

 

Verð fyrir gjafabréf er 19.000 krónur og gildir það sem 25.000 kr. greiðsla upp í farseðil eða pakkaferð í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða, innanlands og erlendis. Gjafabréfin má nýta til að greiða skatta og gjöld þegar keypt er samkvæmt almennu flugfargjaldi. Heimilt er að nota fleiri en eitt gjafabréf upp í almennt fargjald.

 

Hver félagsmaður getur keypt allt að 5 gjafabréf á hverju almanaksári. Fyrir hvert gjafabréf dregst frá einn orlofspunktur.

 

Gjafabéfin er hægt að kaupa á skrifstofu félagsins og í síma 4309900. Gjafabréfin eru send á netfang kaupanda að greiðslu lokinni.

 

Icelandair - gildistími gjafabréfa er 5 ár. Frekari upplýsingar má lesa hér Icelandair 

Play - gildistími gjafabréfa er 4 ár. Frekari upplýsingar má lesa hér Play

 

Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) er endursöluaðili gjafabréfanna og er gildistími þeirra frá kaupum VLFA á gjafabréfum.

 

Gjafabréfum er ekki heimilt að skila eða skipta. Komi sú staða upp að félagsmaður geti ekki nýtt gjafabréf af ástæðum sem ekki varða hann sjálfan, t.d. ef viðkomandi flugfélag verður gjaldþrota eftir að gjafakort er keypt en áður en það er nýtt, á félagsmaðurinn því aðeins rétt á endurgreiðslu að því marki sem VLFA sjálft fær kostnað endurgreiddan vegna gjafakortsins. Skal VLFA endurgreiða félagsmanni innan 30 daga frá því að VLFA hefur móttekið endurgreiðslu vegna gjafabréfsins.

13
Mar

Páskavikan í orlofshúsum VLFA

Páskavikan sem er  5.-11. apríl  er leigð út í heilu lagi .  

Þar sem alltaf er mikil ásókn í dvöl í orlofshúsum þessa viku er sá háttur hafður á að þeir sem hafa áhuga á dvöl þessa viku leggja inn umsókn í pott. Einn pottur er fyrir hvert orlofshús og hægt er að sækja um á ákveðnum stöðum eða þeim öllum. Dregið er úr pottunum af handahófi, punktastaða skiptir ekki máli og ekki eru dregnir af punktar við úthlutun. Hringt er í þann sem dreginn er út og geti hann ekki nýtt sér vikuna, er dregið aftur. Greiða þarf leigu strax. 

Tekið er á móti umsóknum til  18. mars á skrifstofu félagsins Þjóðbraut 1 og í síma 430-9900 

Einnig er hægt að senda nafn, kennitölu, símanúmer og hvaða orlofshúsi óskað er eftir, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dregið verður þann 22. mars 2023 og hringt verður strax í þá sem dregnir eru út.

13
Mar

Sjómenn kolfelldu nýjan kjarasamning

Kosningu lauk um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands við útgerðarmenn fyrir síðustu helgi. Félagsmenn Sjómannasambandsins felldu samninginn með 67,43% greiddra atkvæða. 31,52% greiddu atkvæði með samningnum en 1,05% sat hjá. Alls voru 1.200 sjómenn á kjörskrá og greiddu 571 atkvæði og kjörsókn því 47,58%.

Sjómannafélag Grindavíkur og VM felldu einnig með svipuðum mun en Skipstjórafélagið samþykkti samninginn með 55% atkvæða.

Það er morgunljóst að sjómenn eru alls ekki sáttir við þann samning sem undirritaður var og nú þarf að reyna að greina það sem þeir voru ósáttir með. En heyrst hefur að það sé tímalengd samningsins sem veldur óánægju en hann átti að gilda í 10 ár.

Einnig voru sjómenn ósáttir við að lækka ætti skiptaprósentu vegna hækkunar á framlagi í lífeyrisssjóð. Því til viðbótar hefur heyrst að grein 1.39.1 í samn­ingn­um sem snertir á að semja þurfi sér­stak­lega um það ef fram koma ný skip eða nýj­ar veiði- eða verk­un­araðferðir hafi farið illa í sjómenn.

Framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins fundar fljótlega til að ákveða næstu skref - en fátt virðist í stöðunni annað en að hefja undirbúning verkfalla. Samningar runnu út árið 2019 og hafa sjómenn verið samningslausir síðan.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image