• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Oct

Íbúðafélagið Bjarg afhendir 11 íbúðir á Akranesi í dag

Bjarg íbúðafélag sem verkalýðshreyfingin stofnaði mun afhenda 11 íbúðir hér á Akranesi í dag. Forsvarsmenn Bjargs sýndu bæjarstjórn Akraness og formanni VLFA íbúðirnar áðan en þær íbúðir sem verða afhentar í dag eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Þetta er fyrsti áfangi af þremur sem nú er verið að reisa hér á Akranesi. Í mars er áætlað að afhenda 5 íbúðir og í maí verða afhentar 8 íbúðir svo samtals eru þetta 24 íbúðir. Fyrir eru 33 íbúðir í útleigu á vegum Bjargs hér á Akranesi þannig að samtals verða íbúðirnar 57 í vor. Rétt er að geta þess að Bjarg er óhagnaðardrifið félag þar sem leiguverð er umtalsvert lægra heldur en gerist á hinum almenna leigumarkaði og gagnast tekjulægri fjölskyldum vel.

Íbúðirnar líta gríðarlega vel út, allur frágangur til fyrirmyndar og ljóst að það mun ekki væsa um leigjendur í þessum nýju íbúðum. Fallegt útsýni er af svölum íbúðanna þar sem hægt er að sjá hið dásamlega Akrafjall í allri sinni dýrð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image