• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Aðalfundur sjómanna var haldinn í dag

Aðalfundur sjómanna var haldinn í dag.  Fundurinn var haldinn að Kirkjubraut 40, 3. hæð, hófst hann kl. 14:00 og var lokið kl. 16:15.  Kosið var í stjórn sjómannadeildar, í kjöri voru eftirtaldir aðilar:  Jóhann Örn Matthíasson meðstjórnandi, Már Vilbergsson varameðstjórnandi, Gísli Jón Bjarnason ritari og vararitari Elías Ólafsson.  Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast þeir því rétt kjörnir í stjórn sjómannadeildar.  Því næst fór fram kynning á nýgerðum kjarasamningi sjómanna.

Hólmgeir  Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands kynnti fyrir fundarmönnum nýgerðan kjarasamning sjómanna.  Lögðu fundarmenn hinar ýmsu spurningar varðandi nýgerðan samning fyrir Hólmgeir sem hann svaraði eftir bestu getu.  Ljóst er að sitt sýnist hverjum um nýgerðan samning sjómanna.  Eftir að Hólmgeir hafði kynnt samninginn, þá kusu fundarmenn  um samninginn.  Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill þakka Hólmgeiri Jónssyni kærlega fyrir góða og gagnlega kynningu.  Sjómenn athugið að hægt verður að kjósa um samninginn til 31. desember 2004 á skrifstofu félagsins að Sunnubraut 13.

26
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar verður haldinn mánudaginn 27. des.

Aðalfundur sjómannadeildar hefst á morgun kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á sal félagsins að Kirkjubraut 40, 3. hæð. 

Dagskrá fundarins er:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf.

2.  Hólmgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson kynna nýgerðan kjarasamning sjómanna.

3.  Kosning um kjarasamning sjómanna.

4.  Önnur mál.

Sjómenn eru eindregið hvattir til að mæta.

23
Dec

Verkalýðsfélag Akraness óskar öllum gleðilegra jóla!

Kæru félagsmenn og aðrir landsmenn, stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Ennfremur viljum við í stjórn félagsins þakka félagsmönnum okkar kærlega fyrir frábærar móttökur sem nýkjörin stjórn hefur fengið á árinu sem nú er að líða.

22
Dec

Jólafrí í kjaraviðræðum við Norðurál

Fundað var um gildissviðið í nýjum kjarasamningi við Norðurál föstudaginn 17. des.  Eru samningsaðilar langt komnir með gildissvið en trúnaðarmenn og stéttarfélögin vilja skoða málið ögn betur.  Ákváðu aðilar að fresta viðræðum yfir áramót, en spýta vel í lófana eftir ármót.

22
Dec

Kjaraviðræðum við Íslenska járnblendifélagið frestað til 4. janúar 2005

Það liggur orðið ljóst fyrir að ekki tekst að semja við forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins fyrir áramót eins og samningsaðilar stefndu að.  Það eru örfá atriði sem standa eftir í þessum kjaraviðræðum og eru samningsaðilar að reyna eftir fremsta megni að leysa þau atriði.  Ríkissáttasemjari ákvað að fresta fundi til 4. janúar 2005.  Munu samningsaðilar mæta ferskir til leiks eftir áramót og reyna til þrautar að klára nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.

19
Dec

Jólaball Verkalýðsfélags Akraness var haldið í gær, Giljagaur og Kertasníkir komu í heimsókn

Mikið gaman var hjá börnum félagsmanna sem komu á jólaball félagsins sem haldið var í gær.  Það var töluverður  fjöldi barna sem komu á jólaballið í ár.  Hljómsveitin Færibandið spilaði jólalögin og síðan en ekki síst komu jólasveinarnir í heimsókn.  Það voru þeir  Giljagaur og Kertasníkir sem komu í ár, höfðu þeir á orði hvað börn félagsmanna VLFA væru ofsalega þæg og góð, um leið og þeir afhentu börnunum góðgæti.  Foreldrum var boðið uppá kaffi, konfekt og smákökur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image