• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Jan

Aðalfundur opinberrar deildar var haldinn í kvöld

Aðalfundur opinberrar deildar var haldinn í kvöld.  Kosið var í stjórn deildarinnar og þeir sem skipa stjórnina eru:  Steinunn G. Guðjónsdóttir meðstjórnandi, Guðrún Guðbjartsdóttir varameðstjórnandi, ritari Sigurlaug Guðmundsdóttir og vararitari Ásgerður Magnúsdóttir.  Formaður deildarinnar er Sigríður Sigurðardóttir og varaformaður er Hrönn Ásgeirsdóttir.  Formaður félagsins vill að það komi skýrt fram að það hefur verið afar ánægjulegt að eiga samskipti við þá sem tilheyra opinberu deildinni.  Sér í lagi hefur verið gott samstarf við starfsfólk á Sjúkrahúsi Akraness.  Vill formaður félagsins þakka trúnaðarmönnum SHA og einnig þeim sem eru í samráðsnefnd SHA kærlega fyrir frábært samstarf  á liðnu ári.    

Það kom fram hjá starfsmönnum SHA að þær eru afar óánægðar með þá ákvörðun stjórnenda SHA að breyta um vinnufyrirkomulag.  Telja að álag hafi aukist til mikilla muna eftir þessar breytingar, og nokkrar hafi lækkað í launum.  Formaður félagsins og starfsmenn sendu forsvarsmönnum SHA í desember áskorun og yfirlýsingu þar sem þessari ákvörðun var harðlega mótmælt.  En því miður breytti það ekki ákvörðun stjórnenda SHA.  Formaður félagsins kynnti að fyrirhugað væri að koma á námskeiðum fyrir starfsmenn SHA og óskaði formaðurinn eftir tillögum um hvernig námskeið starfsmenn vilja fara á.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image