• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Dec

Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins lögðu fram tilboð að nýjum kjarasamningi á föstudaginn

Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins lögðu fram tilboð að nýjum kjarasamningi á fundi sem var haldinn á föstudaginn.  Í þessu tilboði hefur verið komið verulega til móts við þær kröfur sem trúnaðarmenn og stéttarfélögin lögðu upp með í sinni kröfugerð.  Verkalýðsfélag Akraness hefur notað helgina til að skoða þetta tilboð eins vel og hægt er.  Ennfremur hefur formaður félagsins verið í sambandi við starfsmenn til að meta stöðuna og kynna þeim innihald tilboðsins.  Ákveðið hefur verið að funda hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 14:00 og mun væntanlega skýrast á þeim fundi hvort deiluaðilar nái saman eða ekki, því enn ber á milli deiluaðila. 

19
Dec

Samningsaðilar að nálgast í gildissviðinu vegna kjarasamnings Norðuráls

Fundað var um gildissviðið í  kjarasamningi Norðuráls á föstudaginn.  Forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram tillögu að nýju gildissviði fyrir kjarasamning Norðuráls.   Munu formenn stéttarfélaganna og trúnaðarmenn NA funda á mánudagsmorgunn um tillögu forsvarsmanna NA.  Er síðan fyrirhugað að funda með forsvarsmönnum Norðuráls og jafnvel að ganga frá nýju gildisviði samningsins, ef samninganefndin verður sammála um það.

16
Dec

Deiluaðilar funda á morgun vegna kjarasamnings Íslenska járnblendifélagsins

Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 13:00.  Mun koma í ljós á morgun hvort samningsaðilar séu að nálgast í þessari kjaradeilu eða ekki.   Það er einlæg von Verkalýðsfélags Akraness að samningsaðilar nálgist verulega á fundinum morgun. 

16
Dec

Fundað verður um gildissviðið i kjarasamningi Norðuráls á morgun

Það mun koma í ljós á morgun hvort mat formanns félagsins var rétt um að samningsaðilar séu að nálgast kröfu stéttarfélaganna varðandi gildissviðið í kjarasamningi Norðuráls.  Það var mat formannsins, eftir síðasta samningafund með forsvarsmönnum Norðuráls, að menn væru að nálgast verulega hvað varðar gildissvið samningsins.  Mjög gott væri ef samningsaðilar myndu ná niðurstöðu í þessu máli á fundinum á morgun.  

15
Dec

Fundað um nýjan kjarasamning víð Íslenska járnblendifélagið

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Voru deiluaðilar að ræða um nýtt bónuskerfi og eru samningsaðilar langt komir með það mál.  Hinsvegar ber töluvert á milli deiluaðila hvað varðar aðrar kröfur stéttarfélaganna.  Samningsaðilar voru samt sem áður sammála um að hittast á föstudaginn kl. 13:00 hjá sáttasemjara.  

14
Dec

Starfsmenn í ræstingu og býtibúrum senda frá sér yfirlýsingu og áskorun til framkvæmdastjórnar SHA

Starfsmenn í ræstingu og býtibúrum á Sjúkrahúsi Akraness hafa sent framkvæmdastjórn SHA yfirlýsingu og áskorun vegna ákvörðunar um að breyta vinnufyrirkomulagi starfmanna.  Eru starfsmenn SHA afar óánægðir með þá ákvörðun.  Yfirlýsinguna og áskorunina er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á meira.

Yfirlýsing og áskorun til stjórnenda Sjúkrahúss Akraness 

Við undirritaðir starfsmenn á Sjúkrahúsi Akraness sem störfum í ræstingu og býtibúrum lýsum yfir gríðarlegri óánægju með þá ákvörðun stjórnenda SHA að segja upp núverandi vinnufyrirkomulagi, sem við teljum að muni leiða til aukins álags á starfsmenn. Einnig mun þessi breyting leiða til skerðingar á launakjörum okkar.  Erum við sárar og reiðar með þessa ákvörðun stjórnenda SHA. Er það vegna þess að það er nýbúið að gera nýjan kjarasamning við okkur og áttum við því síst von á einhverju þessu líku.

Við undirritaðir skorum á  stjórnendur SHA, að endurskoða fyrri ákvörðun sína um breytt vinnufyrirkomulag, eða að bæta þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaskerðingu vegna þessa það upp með einum eða öðrum hætti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image