• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Feb

Skattar lækka eftir kjarasamningagerð

Eftirfarandi frétt birtist á www.ruv.is í dag:

Ríkisstjórnin hefur að mörgu leyti komið með neikvæð innlegg inn í komandi kjarasamninga með auknum álögum; kvennastörf, ekki síst hjá ríkinu, eru vanmetin, sagði Atli Gíslason VG í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin verðskuldar ekki traust launamanna, sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. Geir Haarde fjármálaráðherra segist koma að skattalækkunum eftir gerð kjarasamninga. 

Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum var rædd utan dagskrár. Meðal annars spurði málshefjandi, Atli Gíslason, um áform ríkisstjórnarinnar í skattamálum fyrir komandi kjarasamninga. Þá sagði hann eftirlaunalög þingmanna og æðstu embættismanna, sem sett voru fyrir jól, hafa verið olíu á óánægjueld. Það hafi innlegg ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu sjómannaafsláttar líkaverið . 
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina vilja viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og stuðla að kjarasamningar. Hann sagði hækkun lægstu launa vera viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins en ítrekaði stefnu ríkisstjórnarinnar um að afnema hátekjuskatt, lækka skattprósentu. Á tveimur fundum með aðilum vinnumarkaðarins hafi verið rætt um lífeyrisrétt og atvinnuleysisbætur en enn væru samningar ekki komnir það langt að komið væri að útspili ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson sagði ríkistjórnina hafa svikið loforð, skattahækkanir á árinu nemi miljörðum, launamenn gætu ekki reitt sig á hana. 
Geir Haarde fjármálaráðherra sagði að vonandi tækist að ljúka samningum innan skamms. Hann sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir skýra og það komi til hennar kasta að kjarasamningum loknum. 

18
Feb

Kjaradeilu SGS vísað til ríkissáttasemjara

Samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var vísað til Ríkissáttasemjara kl. 15:15 í dag 18. febrúar 2003. Með þessu vilja félögin leggja áherslu á að viðræðum fari að ljúka, en þær hafa staðið yfir frá 18. nóvember 2003.

Í dag eru því liðnir þrír mánuðir síðan kröfugerðin var kynnt atvinnurekendum. Kjarasamningar voru lausir um síðustu áramót og er Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins orðin mjög óþolinmóð enda hefur nefndin haft það á tilfiningunni að SA hafi ekki sinnt viðræðum af fullum þunga. Kjarasamningar hafa nú verið lausir í 49 daga. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið hefur náðst samkomulag um ýms sérmál, hins vegar hefur ekki náðst samkomulag um nýja launatöflu, launahækkanir á samningstímanum og hækkanir á framlögum í lífeyrissjóði starfsmanna. 

Varðandi kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samninganefnd ríkisins vegna starfsmanna hjá ríkinu þá verður fundum fram haldið á morgun.

05
Feb

Kjarasamningar í gamla farið

Síðustu vikurnar hafa fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands unnið stíft að undirbúningi og gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Unnið hefur verið í sérmálum einstakra hópa, s.s. fiskvinnslufólks, iðnverkafólks, bensínafgreiðslumanna, bílstjóra og starfsmanna á hótelum og veitingahúsum. Samhliða þessari vinnu hófust undirbúningsviðræður vegna gerðar nýrrar launatöflu. 

Í gær svöruðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hugmyndum stéttarfélaganna (SGS) um nýja launatöflu. Svar þeirra gefur því miður ekki tilefni til neinnar bjartsýni og segja má að kröfum stéttarfélaganna hafi verið sýnd lítil virðing.
Vegna þessarar nýju stöðu kjarasamninganna ákvað Starfsgreinasamband Íslands að boða til formannafundar á morgun (aðalsamninganefnd SGS), þar sem teknar verða ákvarðanir um framhald kjaraviðræðnanna við SA.

05
Feb

Framlag ríkisins til séreignarsparnaðar fellt niður

Frá áramótum fellur niður framlag ríkisins til séreingarsparnaðar (lífeyrissparnaðar). Framlag ríkisins var 10% af framlagi starfsmanns, þ.e. 0,2-0,4%. Launagreiðendur greiddu þetta framlag fyrir ríkið og fengu endurgreiðslu í desember ár hver. 
Rétt er að hafa í huga að mótframlag launagreiðenda samkvæmt kjarasamningi breyttist ekki og verður áfram 1% fyrir þá starfsmenn sem ekki eru með samning um séreignarsparnað og 2% fyrri þá sem eru með samning um séreignarsparnað

05
Feb

Námskeið ætluð sjómönnum vorið 2004

Eftirfarandi námskeið ætluð sjómönnum eru styrkt af Sjómennt um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.  Hafið samband við Sjómennt í síma 562-6480 eða www.sjomennt.is ef áhugi er fyrir hendi.

1.  Baader fiskvinnsluvélar 2ja daga námskeið kennt eftir pöntun víða um land.

2.  Meðferð og frágangur afla um borð í veiðiskipi kennt eftir pöntun víða um land.

3.  Stjórnun vinnuvéla um borð, kranar og vindur kennt eftir pöntun víða um land.

4.  Tölvunámskeið 8-12 vikna námskeið, næst 15. feb (hægt að byrja seinna).  Frábært námskeið sem hefur skilað góðum árangri, sérstaklega sniðið aðstæðum sjómanna og eingöngu kennt í fjarkennslu.

5.  Vélagæslunámskeið kennt næsta haust.

6.  Hásetafræðsla.  Námskeið fyrir aðstoðarmenn í brú áætlað í febrúar.

03
Feb

Staðan í samningamálum

Formaður félagsins var á fundi í viðræðunefnd vegna ríkissamninganna.  Viðræðunefndin hitti samninganefnd ríkissins þar sem farið var yfir stöðu mála og var ákveðið á þeim fundi að hittast föstudaginn 6. febrúar og þar mun viðræðunefnd starfsgreinasambandsins leggja fram sína kröfugerð er lítur að jöfnun lífeyrisréttinda og má búast við að hart verði tekist á um það mál. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image