• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jan

Bæjaryfirvöld boða til fundar um Grundartangasvæðið

Bæjarstjórinn á Akranesi hefur boðað Verkalýðsfélag Akraness forsvarsmenn Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins til spjallfundar þriðjudaginn 18. janúar.  Tilefni fundarins er að kanna hvort ekki sé hægt að auka samstarf þessara aðila enn meira heldur en nú er.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með hversu bæjaryfirvöld virðast vera vel meðvituð um nauðsyn þess tryggja að Grundartangasvæðið verði áfram besti valkostur varðandi ýmis konar iðnaðarstarfssemi.  Verkalýðsfélag Akraness telur að sveitarfélagið og stóriðjufyrirtækin eigi að hefja aukið samstarf á hinum ýmsu sviðum.

16
Jan

Samninganefnd Íslenska járnblendifélagsins mun funda mánudaginn 17. janúar

Samninganefnd Íslenska járnblendifélagsins mun funda mánudaginn 17. janúar.  Tilefni fundarins er fara yfir stöðuna.  Það liggur  fyrir að forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagins munu leggja fram tilboð að nýjum kjarasamningi við stéttarfélögin á samningafundi sem, ríkissáttasemjari hefur nú þegar boðað til og verður þriðjudaginn 18. janúar kl. 15.00

14
Jan

Frístunda-/tómstundanámskeið styrkt hjá Landsmennt

Eftirfarandi frétt er tekin af vef Landsmenntar:

"Stjórn Landsmenntar samþykkti á stjórnarfundi 12. janúar sl. að sjóðurinn myndi f.o.m. 1. janúar 2005 styrkja frístunda-/tómstundanámskeið.

Eftirfarandi regla var samþykkt í þessu sambandi:

“Landsmennt veitir einstaklingsstyrki vegna frístunda-/tómstundanámskeiða og verður endurgreiðsla vegna þeirra 50% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 12.000.- á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks”

Hafa ber í huga þrátt fyrir þetta að í sumum tilvikum geta tómstundanámskeið talist starfstengd eins og t.d. þá eru ýmis handavinnunámskeið starfstengd fyrir þá félagsmenn sem starfa á Dvalarheimilum aldraðra og sinna þar leiðbeiningum í handavinnu. Í þeim tilvikum sem frístunda-/tómstundanámskeið geta talist starfstengd þá er styrkur afgreiddur skv. almennu reglunni þ.e. 75% af kostnaði þó aldrei hærra en kr. 35.000.-"

Skrifstofa Verkalýðsfélags Akraness sér um afgreiðslu styrkja úr Landsmennt til sinna félagsmanna.

13
Jan

Fundað um málefni verkamanna hjá Íslenska járnblendifélaginu

Verkalýðsfélögin ásamt trúnaðarmönnum VLFA sem eiga aðild að kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins funduðu í dag.  Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðuna í kjaradeilunni við Íj. Einnig til að stéttarfélögin og trúnaðarmenn samstilltu sig á loka sprettinum í þessum kjaraviðræðum.  Næsti fundur í hjá ríkissáttasemjara verður í byrjun næstu viku.

13
Jan

Formaður og lögmaður félagsins funduðu með forsvarsmönnum Starfsgreinasambandsins

Formaður og lögmaður félagsins funduðu í dag með ríkissáttasemjara og síðan með framkvæmdastjóra og formanni Starfsgreinasambandsins vegna þeirra atburða sem áttu sér stað, þegar átti að gera tilraun til að leggja lokahönd á nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið.  Ekki verður farið efnislega yfir  þá atburði á þessari stundu, en Verkalýðsfélagi Akraness var verulega misboðið sem þar gerðist.  Ræddu aðilar  þessa atburðarás sem átti sér stað í húsakynnum ríkissáttasemjara, og var formaður félagsins beðinn afsökunar á vissum mistökum sem áttu sér stað í þessu máli, og er það vel.  

11
Jan

Ekki var gengið frá nýjum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið í dag

Ekki var gengið frá nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Íj í dag eins og væntingar Verkalýðsfélags Akraness voru um.  Formaður félagsins mun funda með lögmanni félagsins í fyrramálið.  Tilefni fundarins er að fara yfir þá  undarlegu stöðu sem upp er komin í þessum kjaraviðræðum.  Ríkissáttasemjari hefur ekki ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image