• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Jan

Fiskvinnslunámskeiðinu að ljúka

Nú er farið að síga á seinni hlutann á fiskvinnslunámskeiðinu sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir.  Vel á þriðja tug þátttakenda eru á námskeiðinu og koma þeir fá HB-Granda og Laugafiski.  Námskeiðinu lýkur á mánudaginn og munu starfsmennirnir fá nafnbótina sérhæfðir fiskvinnslumenn eftir námskeiðið, einnig hækka þeir um tvo launaflokka, og munar um minna.  Að sögn þeirra leiðbeinanda sem hafa kennt á námskeiðinu hafa allir þátttakendur sýnt námskeiðinu mikinn áhuga og verið sýnum fyrirtækjum sínum til mikils sóma.  Vill Verkalýðsfélag Akraness þakka leiðbeinendum og þátttakendum kærlega fyrir samveruna á liðnum tveimur vikum.

20
Jan

Viðræður að hefjast aftur við forsvarsmenn Norðuráls eftir nokkurt hlé

Byrjað verður að funda aftur eftir nokkurt hlé við forsvarsmenn Norðuráls um nýjan kjarasamning.  Ákveðið hefur verið að hittast fljótlega eftir helgi, á þeim fundi verður gildissvið samningsins til umræðu.  Nú þegar  liggur fyrir tillaga frá forsvarsmönnum Norðuráls um gildissviðið, sem samninganefnd stéttarfélaga ásamt trúnaðarmönnum hefur verið með til skoðunar.

19
Jan

Farið að reyna verulega á þolinmæðina í kjaraviðræðum við Íslenska járnblendifélagið

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar þriðjudaginn 25. janúar vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Samninganefnd stéttarfélaganna og trúnaðarmanna munu funda mánudaginn 24. janúar til að fara yfir þá atburði sem gerst hafa á síðustu samningafundum.  Ekki er annað hægt en að hafa verulegar áhyggjur af því hversu hægt viðræðurnar ganga, samningsaðilar hafa verið að funda meira og minna í rúma þrjá mánuði, án þess að klára þau fáu atriði sem eftir eru.  Samningsaðilar verða  að gera heiðarlega tilraun  þriðjudaginn 25. janúar til að klára þessa kjaradeilu.  Hvað áhrærir Verkalýðsfélag Akraness þá er farið að reyna verulega á þolinmæðina hversu erfiðlega gengur að leggja lokahönd á nýjan kjarasamning.

Samningsaðilum verður að takast að leysa þessa kjaradeilu farsællega og það sem allra fyrst.   

19
Jan

Aðalfundir deildanna haldnir á næstunni

Aðalfundir deilda Verkalýðsfélags Akraness verða haldnir eftirfarandi daga:

 

Stóriðjudeild    -   Mánud. 24. jan. að Kirkjubraut 40, 3. hæð.

Iðnsveinadeild -   Þriðjud. 25. jan. að Sunnubraut 13.

Matvæladeild   -   Miðvikud. 26. jan. að Sunnubraut 13.

Opinber deild   -   Fimmtud. 27. jan. að Kirkjubraut 40, 3. hæð.

Almenn deild   -    Mánud. 31. jan. að Sunnubraut 13.

 

Allir fundirnir hefjast kl. 20:00.  Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

 

Dagskrá aðalfundanna er eftirfarandi:

1.   Venjuleg aðalfundarstörf.

2.   Önnur mál.

 

18
Jan

Fundað um nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið í dag

Hún ætlar að verða erfið fæðingin að nýjum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið.  Deiluaðilar hófu viðræður í dag kl. 15:00 og lauk fundinum kl. 20:15 án þess að samningsaðilar hafi nálgast hvorn annan.  Samningsaðilar eru enn með nokkur atriði sem gengur erfiðlega að ganga frá.  Reiknað er með að næsti fundur verði á fimmtudaginn, en það mun væntanlega skýrast betur á morgun. 

17
Jan

Fundað hjá ríkissáttasemjara á morgun kl 15:00

Fundað verður á morgun  með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íj.  Ljóst er að samningsaðilar eru að nálgast endalínuna óðfluga.  Samt sem áður eru örfá atriði sem þarf að ganga frá áður en samningsaðilar skrifa undir nýjan kjarasamning.  Eins er það mjög mikilvægt fyrir formann félagsins að vita frá starfsmönnum Íj hversu langt hans umboð nær í þeim atriðum sem eftir eru.   Eftir því umboði mun formaður félagsins klárlega vinna eftir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image