• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Dec

Ályktun um sjómannaafsláttinn samþykkt

Rétt í þessu var að ljúka aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa var samþykkt ályktun vegna áforma ríkisstjórnar Íslands um að afnema sjómannaafsláttinn. Í ályktuninni segir meðal annars:

Aðalfundur sjómannadeildar hvetur alla sjómenn til að standa þétt saman í því að koma í veg fyrir þessi áform og mun sjómannadeild Verklýðsfélags Akraness ekki skjóta sér undan þeirri ábyrgð ef samstaða næst um aðgerðir til varnar sjómannaafslættinum.

Formaður félagsins fór yfir hin ýmsu mál er lúta að sjómannadeildinni og upplýsti fundarmenn um mikilvægi þess að kynna sér það sem félagið býður upp á, bæði er lýtur að sjúkrasjóði sem og greiðslum úr starfsmenntunarsjóði Sjómenntar og einnig aðra þjónustu sem félagið býður upp á. Farið var vítt og breitt um réttindamál sjómanna og voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að vanda vel til kjarasamningsgerðar en kjarasamningur sjómanna er laus eftir rétt rúmt ár.

28
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness í dag

ið minnum á aðalfund sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness sem verður í dag og hefst klukkan 14. Fundurinn verður haldinn í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13.

Auk venjubundinnar aðalfundardagskrár munu áform ríkisstjórnarinnar um afnám sjómannaafsláttarins klárlega verða til umræðu enda er hér verið að höggva í starfskjör sjómanna sem hafa verið við lýði í hartnær 40 ár. Það er mat félagsins að það sé ekki hægt að láta þessi áform yfir sjómenn ganga átölulaust.

23
Dec

Jólakveðja frá stjórn Verkalýðsfélags Akraness

Stjórn Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn félagsins  senda félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu jólakveðjur með óskum um farsæld og frið á jólum, um áramót og á komandi ári. 

22
Dec

Að gefnu tilefni

Í sjónvarpsfréttum á Ruv í gær kom fram að gagnagrunnur sem Jón Jósef Bjarnason, framkvæmdastjóri IT Ráðgjafar vinnur að muni sýna á myndrænan hátt krosstengsl einstaklinga í viðskiptalífinu. Höfundur grunnsins segir að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar leggi stein í götu þeirrar viðleitni að bæta við upplýsingum um þá sem fara með fé í nafni samtaka launamanna.

Verkalýðsfélag Akraness vill að gefnu tilefni að það komi skýrt fram að VLFA varð að sjálfsögðu strax við beiðni frá Jóni Jósep um hverjir skipi stjórn félagsins enda á að ríkja algjört gagnsæi í starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness harmar það ef satt sé að aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar hafi lagt stein í götu þeirrar viðleitni að bæta við upplýsingum um þá sem fara með fé í nafni samtaka launamanna. 

Formaður VLFA fagnar þeirri vinnu sem Jón Jósef vinnur nú að, einfaldlega vegna þess að fulltrúar stéttarfélaga bæði í stjórnum stéttarfélaga og lífeyrissjóða verða að vera hafnir yfir alla gagnrýni og þar verður að ríkja algjört gagnsæi. 

22
Dec

73 milljónir úr vasa skattgreiðenda

Óskiljanleg vinnubrögðÓskiljanleg vinnubrögðHvað er eiginleg í gangi? Í rúm 10 ár hefur núverandi sagnaritari þegið greiðslur frá skattgreiðendum Akraneskaupstaðar, fjárhæð sem nemur 73.337.692.- m.v. uppreiknaða vísitölu, fyrir það eitt að rita sögu Akraneskaupstaðar.

Þessu til viðbótar var samþykkt nýverið í bæjarstjórn að greiða umtalsverða fjárhæð til að klára verkið þrátt fyrir að þegar sé búið að greiða 73 milljónir fyrir það. Þetta gerist á sama tíma og verið er að skerða laun skólaliða og starfsmanna íþróttamannvirkja um tugi þúsunda á mánuði, hvernig getur þetta átt sér stað?

Vinnubrögð af þessu tagi eru að mati formanns félagsins algjörlega óskiljanleg og á þeirri forsendu þarf bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að útskýra fyrir skattgreiðendum hér á Akranesi í hverju þessi ritun er eiginlega fólgin. 

21
Dec

Dagbækur og félagsskírteini væntanleg

Um þessar mundir er verið að vinna að því að senda út dagbækur til félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness en dagbækurnar eru jafnframt félagsskírteini þeirra. Í bókunum má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um starf félagsins. Félagsmenn ættu að vera búnir að fá dagbókina senda heim í byrjun nýs árs.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image