• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Feb

Kjaraviðræður Norðuráls komnar á fullt skrið

Í gær var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara samningafundur um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls. Þetta var áttundi fundurinn sem haldinn hefur verið í þessari samningalotu. En eins og áður hefur komið fram þá hefur vinna við samningagerðina hingað til lotið að textabreytingu í kjarasamningi og er lítið byrjað að ræða það sem skiptir starfsmenn hvað mestu máli, það er launaliðina.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness kynnti fyrir samninganefnd Norðuráls, þ.e. stéttarfélögunum og trúnaðarmönnum, launasamanburð sem hann hefur gert og lýtur að samanburði á launum Norðuráls, Elkem Ísland og Alcan.

Á grundvelli þessa launasamanburðar mun Verkalýðsfélag Akraness berjast af alefli fyrir því að sá launamunur sem birtist í þessum samanburði verði leiðréttur að fullu við undirskrift nýs samnings. Formaður hefur tjáð forsvarsmönnum Norðuráls að Verkalýðsfélag Akraness mun ekki skrifa undir nýjan kjarasamning fyrr en leiðrétting hefur farið fram á launakjörum starfsmanna Norðuráls til samræmis við launakjör áðurnefndra verksmiðja. Frá þessari kröfu mun félagið ekki hvika.

Næsti fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn næstkomandi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image