Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Það er óhætt að segja að grásleppuvertíðin hér á Akranesi í ár sé ein sú besta í manna minnum. Sem dæmi þá hafa þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson á Ísaki Ak 67 fiskað 29,3 tonn af grásleppuhrognum en þeir luku vertíðinni fyrir fáeinum dögum síðan. Þeir félagar á Keili Ak eru einnig að ljúka sinni vertíð en þeir klára sína 62 daga 16. maí og er afli hjá Keilismönnum einnig í kringum 30 tonn sem er frábært. Rétt er að geta þess að vertíðin hjá hverjum grásleppubát er einungis í 62 daga og að fá tæp 30 tonn á þeim dögum er glæsilegur árangur eins og áður sagði.