• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Nov

Samningafundur vegna kjarasamnings við Norðurál haldinn á morgun

Samningafundur verður haldinn á morgun vegna kjarasamnings við Norðurál, hefst hann kl. 13.00.  Til umræðu á þessum fundi verður aðallega eitt mál, þ.e.a.s breyting á vaktafyrirkomulagi.  Á undan fundinum eða kl. 11.00, munu trúnaðarmenn og formenn félaganna hittast og fara yfir stöðu mála.

01
Nov

Viðræður hafnar hjá Ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið

Samningafundur var haldinn í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings við Íslenska járnblendifélagið.  Fundurinn var gagnlegur að okkar mati.  Ákveðið var að næsti fundur verði þriðjudaginn  9. nóvember.

30
Oct

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar mánudaginn 1. nóvember kl. 14.00, vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Trúnaðarmenn og formenn þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Íj ætla að funda kl. 13.00 í húsakynnum Ríkissáttasemjara, til að meta stöðu mála.

30
Oct

Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna að líta dagsins ljós...

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands kom saman til áríðandi fundar í gær.  Tilefni fundarins var að formaður SSÍ Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson einnig frá SSÍ, vildu kynna fyrir samninganefndinni drög að nýjum kjarasamningi  milli sjómanna og útvegsmanna.  Þeir félagar kynntu fyrir

samninganefndinni  hvað fælist í samningnum og voru samninganefndarmenn afar ánægðir með að loksins  hafi tekist að semja við útvegsmenn.  Sjómenn í Verkalýðsfélagi Akraness geta komið á skrifstofu félagsins og fengið eintak af samningnum.

Samninganefndin var einróma í því að láta félagsmenn kjósa um samninginn.  Samninganefndin taldi að margt væri gott í samningum en annað orkaði tvímælis.  Heilt yfir var samninganefndin ánægð með nýjan samning, og þökkuðu menn þeim Sævari Gunnarsyni og Hólmgeiri Jónssyni fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig í þessari kjarasamningsgerð.

Kom skýrt fram hjá Sævari Gunnarsyni að ekki yrði lengra komist án átaka.  Kjarasamningurinn verður að sjálfsögðu kynntur mjög vel á næstu dögum og vikum, en til stendur að búið verði að kjósa eigi síðar en 15. desember 2004. 

28
Oct

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands kölluð saman

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur verið  boðuð til áríðandi fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 14.00, þar sem kjaramál verða til umræðu.

28
Oct

Samningafundur með forsvarsmönnum Norðuráls var haldinn í morgun

Þriðji samningafundurinn með forsvarsmönnum Norðuráls var haldinn í morgun.  Til umræðu voru aðallega tvö mál þ.e. gildissviðið og vaktirnar.  Ákveðið hefur verið að funda aftur á miðvikudaginn kl. 13.00.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image