• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Nov

Góð afkoma hjá Íslenska járnblendifélaginu

Áform eru um að stækka Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og bæta jafnvel við tveimur ofnum. Þetta kemur fram í viðtali í norska blaðinu Aftenposten við Johan Svensson, forstjóra verksmiðjunnar en verksmiðjan er í eigu norska fyrirtækisins Elkem.

Fram kemur í blaðinu að heimsmarkaðsverð á járnblendi sé nú um 1100 dalir tonnið og hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2002. Hagnaður sé af rekstri íslensku verksmiðjunnar ef verðið á tonni fari yfir 600 dali og því mali verksmiðjan nú nánast gull; hagnaður á síðasta ári hafi verið um 50 milljónir norskra króna, rúmar 530 milljónir íslenskra króna, og er haft eftir Svensson að búist sé við að hagnaðurinn í ár verði ekki minni.

Svensson segir í viðtalinu að framleiðslukostnaður á Íslandi sé mun lægri en í Noregi. Þá sé hið pólitíska umhverfi stöðugt. Verið sé að íhuga að bæta fjórða og fimmta ofninum við í verksmiðjunni á Grundartanga og helsta ástæðan fyrir þeim stækkunaráformum sé hagstætt raforkuverð á Íslandi. Þá sé einnig stefnt að því að auka framleiðslu á sérhæfðari vöru í verksmiðjunni.

Frétt Aftenposten

Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að rekstur fyrirtækisins gangi jafn vel og segir í fréttinni.  Verkalýðsfélag Akraness telur að þessi góða afkoma muni væntanlega liðka vel fyrir komandi samningum við Íslenska járnblendifélagið.  Næsti fundur vegna nýs kjarasamnings er á þriðjudaginn, og verður fundurinn haldinn í húsakynnum Ríkissáttasemjara, hefst fundurinn kl. 13.00.

06
Nov

Skoðið myndir úr félagsstarfinu

Skoðið myndir úr starfsemi félagsins, nú eru um 700 myndir komnar á síðuna.  Nýjustu myndirnar eru frá ársfundum ASÍ og SGS, eins eru myndir frá 80 ára afmæli félagsins, og frá samningafundi vegna sjómannasamningsins.  Smellið á Myndir.

05
Nov

Formaður félagsins í góðu sambandi við starfsmenn Norðuráls

Formaður félagsins fór uppí Norðurál og hitti  vaktavinnufólk í gærkveldi og svo aftur í kvöld.  Hefur formaður félagsins því hitt allar vaktirnar A, B, C og D.  Það er afar mikilvægt, reyndar nauðsynlegt, að vera í góðu sambandi við starfsmenn til að vita hvaða hugmyndir þeir hafa til komandi kjarasamningsgerðar.  Við sem erum í forsvari í þessum samningum,  verðum að vita hvað starfsmenn vilja það er númer 1, 2 og 3.   Formaður VLFA hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum.  Formaður félagsins vill þakka starfsmönnum Norðuráls fyrir frábærar móttökur sem hann fékk í þessum heimsóknum frá öllum vöktunum. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur farið á liðnum vikum og hitt starfsmenn Norðuráls alls 4 sinnum til að vera meðvitaður um hver vilji starfsmanna er.  Á næstu dögum mun formaður heyra í dagvinnumönnum, er búinn að heyra einu sinni í þeim.  Hvað varðar Íslenska járnblendifélagið  þá hefur formaður haldið fundi með öllum verkamönnum Íj, hefur hann líka farið á vinnustaðinn margoft og heyrt í starfsmönnum.  Það er og verður stefna okkar sem stjórnum Verkalýðsfélagi Akraness að vera í nánu sambandi við okkar félagsmenn.

04
Nov

Fundað um nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Norðuráls

Fjórði samningarfundur um nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Norðuráls var haldinn í gær.  Einungis var eitt mál á dagskrá en það var um vaktir og vaktafyrirkomulag.  Fyrirhugað er að funda í næstu viku aftur.

04
Nov

Fundað um bónusmál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Aðaltrúnaðarmaður Íj og formaður félagsins funduðu í dag með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins. Til umræðu á fundinum voru bónusmál starfsmanna vegna fyrri ára.  Ákveðið var að halda kynningarfund  með starfsmönnum þar sem bónusmál fyrri ára verða kynnt.  Fyrirkomulag fundanna verður auglýst fljótlega eða í samráði við forsvarsmenn Íj.

02
Nov

Ábending til þeirra starfsmanna Norðuráls sem lentu í rútuslysinu á dögunum

Verkalýðfélag Akraness vill koma þeim skilaboðum á framfæri til sinna félagsmanna sem starfa hjá Norðuráli og  lentu í rútuslysinu á dögunum að lögmaður félagsins er tilbúinn að aðstoða okkar félagsmenn, til að gæta að réttindum sínum telji menn sig hafa orðið fyrir skaða.  Verkalýðsfélag Akraness skorar á sína félagsmenn að nýta sér þessa þjónustu sem er þeim félagsmönnum sem lentu í slysinu að kostnaðarlausu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image