• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Nov

Fundað verður um nýjan kjarasamning Norðuráls á þriðjudaginn

Samningafundur vegna kjarasamnings Norðuráls verður haldinn á þriðjudaginn kl. 10.00.  Það sem væntanlega verður til umræðu á þessum fundi er gildissvið samningsins, eins verður rætt um breytingu  á vaktafyrirkomulagi.

11
Nov

Fundað um nýjan kjarasamning Sementsverksmiðjunnar

Samningsaðilar hittust í dag vegna kjarasamnings Sementsverksmiðjunnar.  Farið var yfir kröfurnar sem lagðar voru fram á síðasta samningafundi.    Eru trúnaðarmenn að fara yfir það sem fram kom á fundinum til að geta metið hver næstu skref verða í samningsgerðinni.    Ekki var tekin ákvörðun á þessum fundi hvenær næsti fundur skyldi haldinn.

10
Nov

Fundað um nýjan kjarasamning Sementsverksmiðjunnar

Samningafundur verður á morgun vegna  kjarasamnings Sementsverksmiðjunnar.  Einn samningafundur hefur verið haldinn þar sem samningsaðilar lögðu fram kröfur sínar og verða þær til umræðu á fundinum á morgun.

09
Nov

Samningafundur við Íslenska Járnblendifélagið var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara

Samningafundur var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið.  Á fundunum lögðu samningsaðilar fram kröfugerðir sínar.  Ofngæslumenn og dagmenn lögðu fram sínar sérkröfur sem verða síðan til umræðu á  næsta samningafundi, sem verður fimmtudaginn 18. nóvember kl. 09.00.    Eins ræddu menn um gildissvið samningsins og eru samningsaðilar að leita leiða til lausar í því máli.

09
Nov

Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag vegna Íj

Samningafundur vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið verður haldinn í dag og hefst hann kl. 13.00.  Fundurinn er haldinn í húsakynnum ríkissáttsemjara. 

09
Nov

Samráðsnefnd SHA fundaði í gær

Fundur var haldinn í gær í samráðsnefnd Sjúkrahúss Akraness.  Er þetta í 4 sinn sem nefndin kemur saman frá því hún var sett á laggirnar.  Hlutverk samráðsnefndarinnar er að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma á milli starfsmanna og stofnunarinnar í hinum ýmsu málum.  Hefur nefndinni gengið mjög vel að leysa úr þeim málum sem hefur verið vísað til hennar.  

Á fundinum í morgun óskaði VLFA eftir því við forsvarsmenn SHA að hugað yrði að því að  halda  námskeið fyrir starfsmenn.  Tóku þeir afar vel í þessa hugmynd formanns félagsins og til stendur að eftir áramót verði námskeiðin haldin.   Námskeiðin geta hugsanlega veitt starfsmönnum launaflokkahækkun. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image