• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Dec

Starfsmenn í ræstingu og býtibúrum senda frá sér yfirlýsingu og áskorun til framkvæmdastjórnar SHA

Starfsmenn í ræstingu og býtibúrum á Sjúkrahúsi Akraness hafa sent framkvæmdastjórn SHA yfirlýsingu og áskorun vegna ákvörðunar um að breyta vinnufyrirkomulagi starfmanna.  Eru starfsmenn SHA afar óánægðir með þá ákvörðun.  Yfirlýsinguna og áskorunina er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á meira.

Yfirlýsing og áskorun til stjórnenda Sjúkrahúss Akraness 

Við undirritaðir starfsmenn á Sjúkrahúsi Akraness sem störfum í ræstingu og býtibúrum lýsum yfir gríðarlegri óánægju með þá ákvörðun stjórnenda SHA að segja upp núverandi vinnufyrirkomulagi, sem við teljum að muni leiða til aukins álags á starfsmenn. Einnig mun þessi breyting leiða til skerðingar á launakjörum okkar.  Erum við sárar og reiðar með þessa ákvörðun stjórnenda SHA. Er það vegna þess að það er nýbúið að gera nýjan kjarasamning við okkur og áttum við því síst von á einhverju þessu líku.

Við undirritaðir skorum á  stjórnendur SHA, að endurskoða fyrri ákvörðun sína um breytt vinnufyrirkomulag, eða að bæta þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaskerðingu vegna þessa það upp með einum eða öðrum hætti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image