• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Dec

Fundað um bónusmál hjá Íslenska járnblendifélaginu

Fundað verður á morgun um bónusmál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins, hefst fundurinn kl. 14:30.  Eins og fyrr sagði þá verða bónusmálin til umræðu.  Forsvarsmenn Íj hafa lagt fram tillögur að nýju bónuskerfi sem samninganefnd stéttarfélaganna hefur verið að skoða.  Samninganefndin óskaði eftir því að hugmyndir forsvarsmanna Íj yrðu keyrðar tvö ár aftur í tímann til að geta séð hvað hið nýja bónuskerfi væri hugsanlega að gefa starfsmönnum í aukinn bónus.  Á fundinum á morgun ætla forsvarsmenn Íj sýna hvað hið nýja bónuskerfi hefði verið að gefa starfsmönnum í bónus ef það hefði verið við lýði á síðastliðnum tveimur árum.

Þegar við verðum búnir að sjá hvernig bónusinn hefur komið út í þessari könnun sem forsvarsmenn Íj hafa gert fyrir okkur,  þá fyrst geta stéttarfélögin sagt hvort þau séu tilbúin til að semja um þetta nýja bónuskerfi.   Þeir þættir sem samningsaðilar eru sammála um að nota til vigtunar á nýju bónuskerfi er öryggis- og þrifabónus og nýtingarbónus.  Hið nýja bónuskerfi yrði því byggt upp á þessum tveimur stoðum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image