• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Mar

Kjarasamningurinn við Íslenska járnblendifélagið samþykktur með miklum mun

Kjarasamningurinn við Íslenska járnblendifélagið var samþykktur með miklum mun.  Talningu lauk rétt í þessu, talningin fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Niðurstaðan úr kosningunni er eftirfarandi:

  • Á kjörskrá voru 97, það greiddu 75 starfsmenn atkvæði eða 77.3%
  • Já sögðu 56 starfsmenn eða 74.6%
  • Nei sögðu 19 starfsmenn eða 25.4%

Verkalýðsfélag Akraness vill þakka aðaltrúnaðarmanni, trúnaðartengiliðum, samninganefndinni og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lögðu sitt að mörkum til að þessi erfiða kjaradeila myndi leysast.

22
Mar

Niðurstaða mun liggja fyrir í fyrramálið hvort samningurinn við Íslenska járnblendifélagið hafi verið samþykktur eða ekki

Úrslit í kosningu um kjarasamning Íslenska járnbendifélagsins mun liggja fyrir rétt rúmlega tíu í fyrramálið.  Talningin hefst kl 10:00 og talið verður í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá gengu kynningarfundirnir mjög vel fyrir sig.   Virtust starfsmenn vera sæmilega sáttir við þann viðauka sem náðist tilviðbótar, kjarasamningum sem var undirritaður 1. febrúar.  Þó vissulega hefðu starfsmenn viljað meira.  Heildarkostnaðaráhrif samnings á samningstímanum er 21%

21
Mar

Starfsmannafélag Norðuráls sendi frá sér ályktun um stuðning við stéttarfélögin í yfirstandandi kjaraviðræðum

Samninganefnd stéttarfélaganna barst ályktun frá aðalfundi starfsmannafélags Norðuráls í morgun, ályktunin hljóðar svona.

"Aðalfundur Starfsmannafélags Norðuráls lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd stéttarfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum. Sambærileg laun og vinnutími og sambærilegur iðnaður.  Það er lágmarkskrafa."

  Krafa starfsmanna er skýr sambærileg laun og sambærilegar verksmiðjur og eins oft hefur komið fram hér á heimsíðunni vinnur Verklýðsfélag Akraness eftir þeirri kröfu starfsmanna.   Verklýðsfélag Akraness fagnar þessari ályktun innilega, því það er afar mikilvægt að vita  nákvæmlega hver vilji starfsmanna er í þessari kjarasamningsgerð, og alltaf gott að vita af stuðningi starfsmanna

20
Mar

Verkalýðsfélag Akraness hefur lokið við að kynna nýgerðan viðauka við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins

Í dag lauk kynningu fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins á þeim viðauka sem gerður var við kjarasamning Íj.  Það var C vaktin sem fékk sína kynningu í dag.  Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hafa allar kynningarnar gengið mjög vel fyrir sig.  Verkalýðsfélag Akraness hvetur alla starfsmenn ÍJ til að nýtta kosningarétt sinn og kjósa um nýgerðan kjarasamning.  Talning mun fara fram hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn kemur og hefst talningin kl 10:00.

18
Mar

Kynningarfundir vegna kjarasamnings Íslenska járnblendifélagsins hafa gengið mjög vel

Tveir kynningarfundir voru haldnir í dag um nýgerðan viðauka við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins. Fyrst voru það E vaktarmenn sem hlýddu á formann félagsins fara yfir samninginn og þann viðauka sem við samninginn var gerður, hófst fyrri kynningin  kl 13:00. Seinni kynningin var kl 16:00 og voru það starfsmenn af  D vaktinni sem þá mættu.  Í gærkveldi voru það dagmennirnir sem fengu sína kynningu.   Allar kynningarnar hafa gengið  mjög vel fyrir sig, og er afar ánægjulegt að sjá hversu  góð mæting starfsmanna er á  kynningarnar.  Síðasta vaktin sem fær kynningu á samningum er C vaktin.   Sú kynning fer fram á sunnudaginn nk, og hefst kl. 16:00.   Talning í kosningunni mun fara fram hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn kemur og hefst talningin kl.10:00. Niðurstöður úr kosningunni verða birtar hér á heimasíðunni um leið og úrslit verða kunn.   

17
Mar

Í byrjun vikunnar hélt Verkalýðsfélag Akraness námskeið um fjármál heimilanna

Verkalýðsfélag Akraness bauð félagsmönnum sínum upp á námskeið um fjármál heimilanna.  Leiðbeinandi á námskeiðinu var starfsmaður frá Ráðgjafastofu heimilanna.  Námskeiðið þóttist takast í alla staði mjög vel.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image