• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
May

Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirtækið Laugafiskur sé gott fyrirtæki sem bæjaryfirvöld vilja gjarnan hafa áfram á Akranesi

Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þau viðbrögð sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar hefur sýnt á málefnum Laugafisks.   Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá snýst málið um kvartanir frá nágrönnum yfir lyktarmengun.  Forsvarsmenn Laugafisks hafa verið að leita allra leiða til lausnar á vandamálinu og eru hvergi nærri hættir.   Gísli Gíslason bæjarstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann vonist til að lausn finnist í málefnum fyrirtækisins.  Bæjarstjórinn sagði einnig að bæjaryfirvöld geri sér grein fyrir að það skipti miklu máli að fyrirtækið geti gengið áfram.  Að lokum viðtalsins sagði Bæjarstjórinn að fyrirtækið væri gott og bæjaryfirvöld vilji gjarnan hafa fyrirtækið áfram hér á Akranesi.  Verkalýðsfélag Akraness tekur undir hvert orð bæjarstjórans og fagnar þessari afstöðu bæjaryfirvalda.  Aðalmálið er að allir leggist á eitt að finna farsæla lausn á málefnum fyrirtækisins.  Verður sú lausn að vera með þeim hætti að rekstrargrundvelli Laugafisks verði ekki ógnað.  Formaður félagsins mun funda með bæjarráði í vikunni um málefni fyrirtækisins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image