• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
May

Formaður félagsins fundar með starfsmönnum Klafa

Formaður félagsins átti góðan fund með starfsmönnum Klafa í dag.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu félagsins og mætu flest allir starfsmenn Klafa.  Tilefni fundarins var að gera starfsmönnum grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað á milli stéttarfélaganna og fyrirtækisins um nýjan kjarasamning.  Starfsmenn eru einhuga um að fylgja eftir þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram.  Skýrt kom fram hjá starfsmönnum að ekki yrði kvikað frá  kröfunni um  hagnaðarhlut til handa starfsmönnum Klafa.  Starfsmenn eru sannfærðir og reyndar Verkalýðsfélag Akraness líka, að starfsmenn Klafa hafi átt rétt á sambærilegri greiðslu vegna hagnaðarhlutdeildar eins og starfsmenn Íj fengu á síðastliðna ári.  Starfsmenn hafa bent réttilega á að þeir hafi unnið eftir kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins á undanförnum árum og þar af leiðandi eigi þeir rétt á sambærilegri greiðslu vegna hagnaðarhlutdeildar og starfsmenn ÍJ fengu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image