• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Mar

Fundað vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Samningafundur var haldinn í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið, fundað var í matsal starfsmanna.   Til fundarins voru boðaðir allir í samninganefnd stéttarfélaganna ásamt trúnaðartengiliðunum.  Fyrir hönd fyrirtækisins voru allir forsvarsmenn fyrirtækisins mætir, ásamt Hannesi Sigurðssyni og Ragnari Árnasyni frá Samtökum atvinnulífsins.  Niðurstaðan af fundinum var sú að deiluaðilar myndu einblína á að reyna að leysa þau atriði sem starfsmenn eru hvað mest ósáttir með t.b róteringu, kaupauka og bónusmál.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum Íj að fyrirtækið er ekki tilbúið  að auka kostnaðarþátt samningsins, meira heldur enn þeir væru í raun og veru búnir gera.  Þeir voru samt sem áður tilbúnir til að skoða nokkur atriði nánar.   Ætla deiluaðilar að funda  um kaupaukana á fimmtudaginn og róteringuna á föstudaginn, vonandi finnst einhver lausn á þessum tveimur atriðum á þessum fundum.  Ríkissáttasemjari lagði áherslu á að deiluaðilar verði komnir með þessi ágreiningsatriði á hreint þegar deiluaðilar funda aftur, en til hans hefur nú þegar verið boðað og verður sá fundur haldinn í húsakynnum sáttasemjara  mánudaginn 14 feb.  

07
Mar

Samningafundur vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið verður haldinn á morgun

Ríkissáttasemjari mun koma á samningafund sem haldinn verður á morgun vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við ÍJ.  Fundurinn verður haldinn í matsal Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga og hefst fundurinn  kl 13:00.  Stéttarfélögin létu forsvarsmenn Íj hafa þær viðbótar kröfur sem starfsmenn gerðu á síðasta samningafundi sem haldinn var um miðjan febrúar.   Starfsmenn telja að þessar nýju kröfur þurfi að koma til viðbótar til að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi. Á fundinum á morgun munu forsvarsmenn ÍJvæntanlega svara kröfum starfsmanna hvort fyrirtækið geti orðið við þeim eða ekki. Það skýrist líklega heilmikið eftir fundinn á morgun hvernig framhaldið verður í þessari mjög svo erfiðu kjaradeilu.

07
Mar

Samninganefnd stéttarfélaganna fundar á morgun kl. 11:00

Samninganefnd stéttarfélaganna ásamt trúnaðarmönnum Norðuráls munu funda á morgun kl 11:00.  Efni fundarins er að fara yfir stöðuna og leggja línurnar fyrir fundinn með forsvarsmönnum Norðurlás sem verður á miðvikudaginn nk.  Samningsaðilar munu að öllum líkindum funda mun stífar heldur en gert hefur verið að undanförnu, frekar rólegt hefur verið yfir viðræðunum á liðnum dögum. Einnig er ekki ósennilegt samningsaðilar fari að hefja viðræður á fullum krafti um það sem skiptir alla starfsmenn mestu máli, sem eru að sjálfsögðu hækkanir á   launaliðum kjarasamningsins. 

06
Mar

Stjórn orlofssjóðs fór og kynnti sér ástandið í sumarbústöðum félagsins

Stjórn orlofssjóðs fór í alla sumarbústaði sem eru í eigu félagsins  og kynnti sér ástand þeirra og hvað þyrfti að lagfæra áður en sumarúthlutunin hæfist.  Það er mat stjórnar orlofssjóðs að  ástand bústaðanna sé í nokkuð góðu lagi, samt er alltaf eitthvað sem þarf að lagfæra.   Það er nú þegar búið að mála (lakka) þrjá bústaði að innan þ.e í Hraunborgum, Svínadalnum og í Húsafelli.  Einnig hefur verið ákveðið að setja nýtt parket á bústaðin í Húsafelli fljótlega.  Í bústaðnum í Svínadal verður skipt um eldavél og ísskáp svo eitthvað sé nefnt.  Einnig eru nokkur smáatriði sem þarf að lagfæra í  flestum bústöðunum.  Það er gríðarlega mikilvægt að allir sem einn gangi vel um bústaðina þetta eru jú eigur okkar allra sem erum félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Því miður ganga einstaka félagsmann ekki nægilega vel um.  Rétt er það það komi skýrt fram að lang flestir félagsmenn ganga mjög vel um og skila bústöðunum í góðu ásigkomulagi.  

04
Mar

Viðræður við forsvarsmenn Norðuráls að hefjast að nýju

Næsti samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls verður  miðvikudaginn 9. mars.  Eru viðræðurnar væntanlega að fara á fulla ferð aftur, eftir nokkurt hlé.  Krafa starfsmanna liggur fyrir og er krafan hvell skýr.   það er að jafna launamuninn sem er á milli Norðuráls og annarra sambærilegra verksmiðja.   Þetta er verkefnið sem bíður samninganefndarinnar og Verkalýðsfélag Akraness mun að sjálfsögðu vinna eftir vilja starfsmanna.

04
Mar

Trúnaðartengiliðir Íslenska járnblendifélagsins funduðu með formanni félagsins í dag

Formaður félagsins fundaði með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Fóru tengiliðirnir yfir stöðuna ásamt formanni og kom skýrt fram hjá trúnaðartengiliðinum að mjög góð samstaða væri á meðal starfsmanna í þessari kjaradeilu.  Ef forsvarsmenn Íj koma ekki til móts við kröfur starfsmanna að einhverju leiti þá stefnir í virkilega hörð átök.  Þetta var mat trúnaðartengiliðina og tekur Verkalýðsfélag Akraness heilshugar undir þessar skoðanir tengiliðina. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image