Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Þann 5. júlí síðastliðinn féll stórundarlegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Þórarins Björns Steinssonar gegn Norðuráli og Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir er hann var að bjarga samstarfskonu sinni sem hafði lent í því að fá 620 kg. stálbita ofan á sig. Þórarinn og samstarfsmaður hans tóku ákvörðun um það að lyfta bitanum ofan af samstarfskonunni til að hægt yrði að ná henni undan. Við þessa hetjulegu björgun varð Þórarinn fyrir alvarlegum bakmeiðslum sem hann hefur átt í síðan slysið átti sér stað og hefur m.a. verið lagður tvívegis inn á sjúkrahús sökum verkja sem rekja má til slyssins.
Rétt í þessu skrifaði formaður félagsins undir kjarasamning við Launanefnd Sveitarfélaga vegna félagsmanna sinna sem starfa hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðasveit. Samningurinn er að mörgu leyti sambærilegur þeim sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði, en reyndar var verið að breyta launatöflu þar sem lífaldurshækkanir voru lagðar af og í staðinn voru tekin upp svokölluð persónuálög.
Fundað var vegna launaliðar kjarasamnings Norðuráls í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gær, og er skemmst frá því að segja að enginn niðurstaða hafa orðið af þeim fundi.