• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Mar

Umsóknir um orlofshús sumarið 2014

Nú er opið fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum félagsins Sumarið 2014. Umsóknareyðublöð og bæklingar fóru í póst í dag og ættu því að berast félagsmönnum í vikunni, en einnig er hægt að leggja inn umsókn á Félagavefnum og eru félagsmenn eindregið hvattir til að nýta sér þann möguleika. Athugið að þegar sótt er um á Félagavefnum er farið í liðinn Orlofshús og þar í Umsókn (en ekki liðinn Laus orlofshús, sá liður er aðeins notaður til að bóka orlofshús á vetrartíma og til að bóka þær vikur sem ganga af eftir að báðum úthlutunum er lokið).

Í sumar verður sem fyrr boðið upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli, Efstaási-SvínadalBláskógum-Svínadal, Hraunborgum, Ölfusborgum, í þremur íbúðum á Akureyri og í Kjós. Að auki hefur félagið tekið á leigu íbúðir í Stykkishólmi og Vestmannaeyjum. Upplýsingar um þá orlofskosti koma hingað inn á heimasíðuna (vinstra megin, undir Orlofssjóður) á morgun.

Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá úthlutað sem fyrr sótti um. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu. Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Leyfilegt er að breyta umsóknum og leggja inn nýjar fyrir endurúthlutun.

 

Helstu dagssetningar:

11. apríl - Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús

14. apríl - Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svarbréf í pósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á félagavefnum)

02. maí  - Eindagi fyrri úthlutunar, þeim vikum sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur

06. maí  - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi

06. maí - Kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Þeir sem fyrstir koma geta bókað lausar vikur (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)

13. maí  - Eindagi endurúthlutunar 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image