• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
May

Formaður með kynningu á fiskvinnslunámskeiði

Þessa dagana stendur yfir fiskvinnslunámskeið hjá þeim starfsmönnum HB Granda sem áttu eftir að taka námskeiðið en þessi námskeið veita starfsmönnum tveggja flokka launahækkun. Í morgun hélt formaður erindi á þessu námskeiði þar sem hann fór yfir réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og öll þau réttindi og þjónustu sem Verkalýðsfélag Akraness veitir sínum félagsmönnum. Uppundir 20 manns sátu á þessu námskeiði og á morgun mun formaður einnig vera með sambærilega kynningu. Í heildina eru þetta á milli 40 og 50 manns sem nú sitja fiskvinnslunámskeið á vegum HB Granda.

Það er einn liður í starfsemi félagsins að halda kynningar af þessu tagi. Sem dæmi þá hélt formaður sambærilega kynningu fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands í byrjun maí þar sem hann fór yfir starfsemi félagsins og hin ýmsu réttindi sem starfsmenn eiga á hinum íslenska vinnumarkaði.

Það er gríðarlega mikilvægt að launafólk sé meðvitað um öll þau réttindi og reyndar skyldur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og kynni sér ávalt vel öll þau réttindi sem þeim standa til boða hjá sínu stéttarfélagi.  

14
May

Laus orlofshús í sumar

Enn er hægt að fá leigða viku í orlofshúsi í sumar, en þegar þetta er skrifað er um 26 lausar vikur að ræða. Mest eru þetta vikur í byrjun sumars og í lok ágúst, ekkert er laust í júlímánuði. Lista yfir lausar vikur er að finna hér og geta áhugasamir bókað á Félagavefnum, eða haft samband við skrifstofu félagsins.

Uppfært 15. maí kl. 14:00 - Enn eru 19 vikur lausar, nýjan listi yfir lausar vikur er að finna hér.

Uppfært 19. maí kl. 08:00 - Nýjan lista yfir lausar vikur er að finna hér.

07
May

Félagsmenn VLFA fá afslátt af ársmiðum á heimaleiki ÍA

Félagsskírteini VLFA veitir félagsmönnum þess ýmis sérkjör og afslætti eins og sjá má hér á heimasíðunni. Meðal þeira sérkjara sem félagsmönnum bjóðast eru kaup á  ársmiðum sem gilda á alla heimaleiki Skagamanna í fyrstu deildinni í sumar. Hægt er að velja um þrennskonar ársmiða - Brons, Silfur og Gull. Ársmiðarnir gilda allir á alla heimaleiki en misjafnt er hvað er innifalið þess utan. Innifalinn í öllum ársmiðunum er stuðningsmannafundur með þjálfara liðsins, leikmönnum og stjórn. Þegar komið er yfir í Silfurmiðann bætist til dæmis við kaffi og meðlæti í öllum hálfleikjum en með Gullmiðanum fylgir einnig aðgangur að VIP fundum fyrir leiki þar sem þjálfari liðsins fer yfir leikinn og tölfræðina og núverandi og fyrrverandi leikmenn mæta á svæðið.

Félagsmenn VLFA geta fengið afslátt af ársmiðunum gegn framvísun félagsskírteinis og eru miðarnir til sölu á skrifstofu KFÍA sem og í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 4331109.

Afsláttur fyrir félagsmenn er sem hér segir:

 

Brons

Silfur

Gull

Pepsideild kvenna

Félagsmenn VLFA

9.000

16.000

30.000

5.000

Almennt verð

11.000

20.000

40.000

7.000

VLFA hvetur félagsmenn sína til að mæta á völlinn í sumar og styðja við bakið á Skagamönnum.

06
May

Kynningarfundur vegna raunfærnimats í skipsstjórn á Bókasafni Akraness

Á morgun miðvikudag verður haldinn kynningarfundur vegna raunfærnimats í skipsstjórn, en raunfærnimat getur hentað þeim sem starfað hafa á sjó í 5 ár eða lengur og hafa áhuga á að öðlast stýrimanns- og skipstjórnarréttindi.

Raunfærnimat í skipsstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í skipstjórn á B stigi (45 m. skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur.

Fundurinn verður haldinn víða um land, meðal annars á Bókasafni Akraness. Fundurinn hefst klukkan 19:00 og eru áhugasamir hvattir til að skoða málið.

02
May

Ertu nokkuð að gleyma þér? - Eindagi leigu vegna orlofshúsa er í dag!

Þeir sem fengu úthlutað orlofshúsi í úthlutuninni 14. apríl eiga að greiða leiguna í síðasta lagi í dag 2. maí og eru því hvattir til að drífa í því sem fyrst. Eins og kemur fram í úthlutunarbréfi sem allir fengu sent og er einnig að finna inni á Félagavefnum,, er hægt að millifæra leiguna inn á bankareikning 0186-05-570355 kt. 6802696889, eða greiða með greiðslukorti inni á Félagavefnum og þar með tryggja sér úthlutaða viku.

Eftir helgi verða ógreiddar bókanir losaðar og á hádegi þann 6. maí verður þeim úthlutað aftur til þeirra sem ekkert fengu í fyrri úthlutun. Það er því mikilvægt að greiða leiguna tímanlega, annars verður vikunni úthlutað til annars félagsmanns.

02
May

1. maí á Akranesi - Frábær þátttaka og stemning

Vel yfir 200 manns tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 1. maí á Akranesi í gær og var mikil stemning meðal þátttakenda. Hátíðardagskráin hófst kl. 14:00 með kröfugöngu sem var óvenjulega mannmörg í ár, en veður var milt og gott og göngufólki afar hagstætt. Margir voru með skilti og kröfuspjöld í göngunni og Skólahljómsveit Akraness annaðist undirleik af miklum myndarskap.

Að göngu lokinni safnaðist fólk saman á Kirkjubraut 40, þar sem hátíðar- og baráttufundur var settur. Vilhjálmur Birgisson, fundarstjóri, ávarpaði fundinn og sá um að kynna dagskrárliði. Hátíðarræðuna flutti verkamaðurinn Stefán Skafti Steinólfsson og kom hann víða við í máli sínu og var góður rómur gerður að ræðu hans sem má finna með því að smella hér. Grundartangakórinn söng nokkur lög sem féllu í góðan jarðveg, auk þess sem kórinn sá um glæsilegt kaffihlaðborð sem fundargestum var boðið upp á að dagskrá lokinni. Einnig má minnast á það að stéttarfélögin á Akranesi buðu upp á bíósýningu fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15.

Myndir frá hátíðarhöldunum eru komnar inn á Facebook-síðu félagsins og einnig má sjá myndirnar með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image