• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Heiðursfélaginn og baráttukonan Bjarnfríður Leósdóttir níræð í dag Bjarnfríður Leósdóttir og Vilhjálmur Birgisson takast í hendur við Höfða í dagsferð "heldri deildar" félagsins árið 2011
06
Aug

Heiðursfélaginn og baráttukonan Bjarnfríður Leósdóttir níræð í dag

Í dag á baráttukonan og verkalýðsfrömuðurinn og heiðursfélagi í Verkalýðsfélagi Akraness Bjarnfríður Leósdóttir 90 ára afmæli. Bjarnfríður fæddist þann 6. ágúst 1924 sem er sama ár og Verkalýðsfélag Akraness var stofnað, en það var stofnað 14. október 1924 og verður því, eins og Bjarnfríður, nírætt á þessu ári.

Bjarnfríður hefur tilheyrt Verkalýðsfélagi Akraness allt frá árinu 1959 þegar hún fyrst tók þátt í baráttu fyrir bættum kjörum kvenna sem störfuðu við síldarvinnslu Haraldar Böðvarssonar. Þessi mikla baráttukona hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Akraness, en fyrst var hún kjörinn í aðalstjórn félagsins sem varagjaldkeri árið 1960. Hún hefur barist gríðarlega fyrir réttindum kvenna í gegnum kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness, en þar var hún fyrst kjörin í stjórn 1966. Þær störfuðu náið saman, hún og Herdís Ólafsdóttir sem einnig tilheyrði Verkalýðsfélagi Akraness um alllanga hríð, en Herdís lést árið 2007. Formaður félagsins er ekki í neinum vafa um að sú elja og atorkusemi sem einkenndi störf og baráttu Bjarnfríðar Leósdóttur fyrir bættum kjörum íslenskrar alþýðu hefur svo sannarlega skilað sér í hinum ýmsu réttindum til handa íslensku verkafólki.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar Bjarnfríði innilega til hamingju með daginn, með þökk fyrir hennar framlag í þágu Verkalýðsfélags Akraness að bættum kjörum íslenskrar alþýðu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image