• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Aug

Þrjú orlofshús laus næstu viku

Vikuna 20. - 27. ágúst, þ.e. næstu viku, eru þrjú orlofshús félagsins laus til útleigu.  Það er íbúðin í Súðavík, bústaðurinn í Ölfusborgum og bústaðurinn í Hlíð, Hvalfjarðarströnd. 

Nú fer hver að verða síðastur að skella sér í bústað í viku, einungis næstu þrjár vikur tilheyra sumarleigutímabilinu. 

Smellið á Orlofshús hér til hliðar til að sjá hvaða hús eru laus það sem eftir er af sumarleigutímabilinu.

Þann 10. september byrjar vetrarleigan og eru þá leigðar út helgar í vetur, eins og undanfarin ár.

Upplýsingar á skrifstofunni, sími 430-9900. 

13
Aug

Laust í Ölfusborgum 20. ágúst

Bústaðurinn okkar í Ölfusborgum er laus vikuna  20. - 27. ágúst.  Fyrstur kemur fyrstur fær.  Upplýsingar á skrifstofu félagsins og í síma 430-9900 eða 865-1294.

12
Aug

Skrifað undir nýjan kjarasamning vegna starfsmanna síldarbræðslunnar

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við forsvarsmenn HB Granda í morgun vegna starfsmanna síldarbræðslunnar.  Gildistími samningsins er frá 2. maí 2004 til 1. janúar 2006.  Þeir sem gengu frá samningum fyrir hönd félagsins og starfsmanna síldarbræðslunnar voru, Vilhjálmur Birgisson formaður félagsins Eðvarð  Árnason, og Björgólfur Einarsson, sem eru trúnaðarmenn síldarbræðslunnar 

Samningurinn verður kynntur starfsmönnum fljótlega efir helgi og borinn undir atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar  Hægt er að sjá myndir frá undirrituninni með því að smella á myndir og fara í HB-Grandi.

11
Aug

Hvaða rétt eiga félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness úr sjúkrasjóði félagsins?

Félagsmaður sem hefur greitt í sjóðinn í fulla sex mánuði á rétt á eftirfarandi greiðslum úr sjúkrasjóði félagsins:

  1. Sjúkradagpeningum (þegar veikindarétti er lokið hjá vinnuveitenda.)
  2. Fæðingarstyrk.
  3. Endurgreiðslu vegna krabbameinsskoðunar. (1.500 krónur)
  4. 50% endurgreiðslu vegna sjúkranudds (18 þúsund hámark)
  5. Dánarbótum.
  6. Sjúkradagpeningum vegna áfengismeðferðar/fíkniefnameðferðar.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Verkalýðsfélags Akraness.  Sími 430-9900.

Stéttarfélag á hraðri uppleið.

09
Aug

Hægt að skoða myndir á heimasíðunni

Félagsmenn skoðið nýjar myndir sem við höfum sett inn á heimasíðuna, sem teknar hafa verðið  af  félagsmönnum, gestum og við hin ýmsu tækifæri.  Starfsmenn félagsins munu sjá um að taka myndir af félagsmönnum við hin daglegu störf og aðra viðburði sem tengjast félaginu.  Er þetta einn liður í að gera heimasíðuna eins virka, áhugaverða og gagnlega eins og kostur er.  Smellið á myndir.

05
Aug

Kynning á starfsemi félagsins fyrir 16 unglinga var haldin í dag

Verkalýðsfélag Akraness hélt kynningu á starfssemi félagsins fyrir 16 ára unglinga í dag.  Það voru 40 unglingar sem hlustuðu með athygli á formann félagsins fara yfir hverjar skyldur og réttindi atvinnurekenda væru gagnvart launamönnum, og eins hverjar skyldur launþegans væru gagnvart vinnuveitandanum.  Eins sagði formaður félagsins frá hvaða þjónustu félagið býður upp á  fyrir fullgilda félagsmenn.  Stjórn félagsins bauð síðan krökkunum uppá grillaðar pylsur og gos með.

Stjórn félagsins vill þakka Einari Skúlasyni forstöðumanni Arnardals kærlega fyrir að hafa gert okkur kleift að halda þessa kynningu sem verður að öllum líkindum gerð að árvissum atburði hér eftir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image