• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
May

Fundað verður í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa

Samningafundur verður haldinn í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa, fundurinn hefst kl. 13:30 .  Verkalýðsfélag Akraness lagði fram kröfur starfsmanna í síðustu viku.  Forsvarsmenn Klafa munu væntanlega svara þeim kröfum á fundinum á morgun.  Kröfur stéttarfélagsins og starfsmanna eru skýrar það er sambærilegur kjarasamningur og gerður var við starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.  Einnig er skýr krafa um að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins gildi hvað varðar önnur kjaraatriði, eins og verið hefur.

09
May

Þolinmæðin á þrotum !

Til stendur að halda samningafund vegna kjarasamnings Klafa og Fangs á miðvikudaginn nk.  Reyndar átti að funda á morgun, en forsvarsmenn Klafa óskuðu eftir því í dag við Verkalýðsfélag Akraness að fundinum yrði frestað allavega til miðvikudags.  Formaður félagsins hefur verið í nánu sambandi við starfsmenn fyrirtækjanna að undanförnu.  Þolinmæði starfsmanna er nánast lokið eðlilega, þar sem 6 mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar þessara fyrirtækja runnu út.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá mun Verkalýðsfélag Akraness vísa þessum deilum til sáttasemjara í vikulok ef ekkert markvisst gerist í þessari viku.

09
May

Viðræður við Launanefnd sveitarfélaga eru hafnar um nýjan kjarasamning

Fyrsti fundur stýrihóps Starfsgreinasambands Íslands með Launanefnd sveitarfélaga var haldinn 3. maí í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Á fundinum voru lagðar fram samningskröfur SGS félaga og var gerð grein fyrir þeim.  Launanefnd sveitarfélaganna gerði grein fyrir markmiðum sínum vegna komandi kjarasamningsgerðar.  Einnig óskaði LN eftir því að stéttarfélögin leggðu fram þau sérákvæði sem þau hafa við sínar sveitarstjórnir.   Það eru um 30  félagsmenn sem vinna eftir sveitafélagssamningnum.  Kjarasamningurinn rann út 30. apríl.

07
May

Verkalýðsfélag Akraness lagði fram kröfur vegna nýs kjarasamnings fyrir starfsmenn Fangs

Fundað var um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs á föstudaginn.  Stéttarfélögin lögðu fram kröfur sínar á fundinum og gerði formaður félagsins grein fyrir þeim.  Kröfurnar eru í samræmi við það sem um samdist við Íslenska járnblendið.   Verkalýðsfélag Akraness á eftir að semja við tvö fyrirtæki á Grundartangasvæðinu þ.e Klafi og Fang.  Verkalýðsfélag Akraness hefur miklar áhyggjur yfir þeim seinagangi  sem hefur einkennt allt í kringum þessar samningaviðræður.  Því eins og áður hefur komið  hér á síðunni, þá vilja starfsmenn og stéttarfélagið að eitthvað fari að gerast í þessum samningaviðræðum.  Kjarasamningar þessara fyrirtækja runnu út 1. desember 2004.  Ef ekkert markvisst gerist í næstu viku mun Verkalýðsfélag Akraness vísa deilunum til ríkissáttasemjara.

05
May

Samningafundur um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs verður haldinn á föstudaginn

Samningafundur um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs sem eru starfsmenn sem starfa í eldhúsi og ræstingu hjá Íslenska járnblendifélaginu verður haldinn á föstudaginn nk.  Kröfur starfsmanna Fangs eru með sama hætti og hjá starfsmönnum Klafa, það er sömu hækkanir og starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins sömdu um fyrir skemmstu.  Frá þeirri kröfu verður ekki kvikað.

04
May

Skýrist í næstu viku hvort mikið ber á milli samningsaðila í kjaraviðræðum við Klafa

Verkalýðsfélag Akraness og trúnaðarmaður Klafa lögðu fram í morgun kröfur starfsmanna Klafa og gerðu forsvarsmönnum fyrirtækisins grein fyrir þeim.  Starfsmenn og stéttarfélögin eru orðin nokkuð pirruð yfir þeim seinagangi sem hefur verið með að hefja viðræður um nýjan kjarasamning.  Kjarasamningur starfsmanna var laus 1. desember . Ef ekkert markvisst gerist í næstu viku þá er allt eins líklegt að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara.  Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir að samningafundur verði á mánudaginn nk og tóku forsvarsmenn Klafa vel í það.  Á þeim fundi mun væntanlega skýrast hvort mikið beri á milli samningsaðila.  Það verður að vera forgangsverkefni hjá samningsaðilum að klára nýjan kjarasamning eins fljótt og verða má.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image