• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Dec

Kaskó lægstir í verðkönnun sem Verkalýðsfélagið framkvæmdi í dag

Í dag var gerð ný könnun á vegum félagsins og var athugað verð á 50 vörutegundum úr flestum vöruflokkum í fjórum verslunum á Akranesi. Verslanirnar sem um ræðir eru Kaskó, Skagaver, Samkaup Strax (Grundaval) og Krónan. Verslun Einars Ólafssonar neitaði að taka þátt í þeirri könnun sem hér er birt. Vert er að taka fram að hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Til að hægt væri að taka mark á verðsamanburði milli þessara verslana reyndist nauðsynlegt að fækka vörutegundum um þær sem ekki fengust í öllum verslunum og því voru að lokum 28 vörutegundir í matarkörfu Verkalýðsfélagsins.

Niðurstöður könnunarinnar eru þær að ódýrust var matarkarfan í Kaskó en þar kostaði hún kr. 10.505. Í Skagaver kostaði karfan 11.653, í Krónunni kostaði hún kr. 12.163 og í Samkaup-Strax kostaði hún kr 13.591. Karfan kostaði því að meðaltali kr. 11.978. 

Verðlagseftirlit Verkalýðsfélags Akraness mun á næstu dögum og vikum gera reglulegar verðkannanir í þessu verslunum til að fylgjast með verðlagsþróun félagsmönnum sínum sem og öðrum neytendum hér á Akranesi til hagsbóta.

Hægt er að skoða könnunina í heild sinni með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image