• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Þrjátíu til fjörtíu ný störf hjá HB-Granda

Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samkomulag við HB-Granda um að taka upp  vaktafyrirkomulag í frystihúsi fyrirtækisins vegna nýrrar flæðilínu sem tekin verður í notkun á allara næstu dögum. Þetta breytta fyrirkomulag er með þeim hætti að það verður unnið í 12 tíma á tveimur vöktum sú fyrri byrjar kl 07:00 og stendur til 15:00 og sú síðari stendur frá 15:00 til 19:00.  Starfsmenn HB-Granda samþykktu samkomulagið í morgun í kosningu með yfirgnæfandi meirihluta.  Við þessa breytingu munu skapast allt að 40 ný störf í frystihúsi HB-Granda hér á Akranesi.  Er stjórn Verklýðsfélag Akraness afar ánægð með að þetta samkomulag skuli hafa náðst við stjórnendur HB-Granda og síðan en ekki síst við þá starfsmenn sem munu vinna eftir þessu nýja fyrirkomulagi.  Verkalýðsfélag Akraness mun fylgjast vel með að þetta breytta vaktafyrirkomulag virki sem allra best og mun aðstoða starfsmenn ef einhver vandamál kunni að koma upp.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image