• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Dec

Ný verðkönnun frá verðlagseftirliti VLFA

Í morgun fór starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness á stúfana og gerði nýja verðkönnun í fjórum verslunum á Akranesi. Verslanirnar sem um ræðir eru Kaskó, Skagaver, Samkaup Strax (Grundaval) og Krónan. Verslun Einars Ólafssonar neitaði að taka þátt í könnuninni. Vert er að taka fram að hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Þar sem nú nálgast áramót og því tilefni til að gera vel við sig og sína í mat og drykk var matarkarfa Verkalýðsfélagsins stækkuð frá því síðast og verð athugað á 45 vörutegundum. Þar sem þessar vörutegundir voru ekki til í öllum fjórum verslununum reyndist nauðsynlegt að fækka þeim niður í þær 36 vörutegundir sem fengust í öllum fjórum verslununum.

Niðurstöður þessarar könnunar eru þær að Kaskó var með ódýrustu matarkörfuna og kostaði hún þar kr. 14.547. Matarkarfan í Skagaveri kostaði kr. 15.167, í Krónunni kostaði hún kr. 15.912 og í Samkaup-Strax kostaði hún kr. 17.471.

Hægt er að skoða könnunina í heild sinni hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image