• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Apr

Kjarasamningur SGS undirritaður við ríkið

Nýr heildarkjarasamningur aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands við ríkið, var undirritaður á miðnætti kvöld 8. apríl 2004. Samningurinn sem gildir til 31. mars 2008, kemur í stað 14 mismunandi samninga einstakra félaga, sem áður giltu.

  • Markmið samningsins er að færa kjaraumhverfi félagsmanna aðildarfélaga SGS nær því sem gildir um aðra starfsmenn ríkisins. Meginatriði í kröfugerð aðildarfélaganna gagnvart ríkinu eru í höfn.
  • Mótframlag ríkisins í lífeyrissjóð hækkar til jafns við framlag til starfsmanna ríkisins, úr 6% í 11,5% á samningstímanum. Auk framlags starfsmanna verður framlag í lífeyrissjóð því alls 15,5%
  • Ný launatafla tekur gildi 1. mars 2004 og stofnanasamningar verða gerðir á hverri stofnun fyrir sig.

Ný launatafla

Launatafla verður á bilinu 96.000 kr. til 187.608 kr. frá 1. mars 2004. Tekin er upp ný 20 flokka launatafla með sex starfsaldursþrepum. Sameiginlegt mat samningsaðila á kostnaðaráhrifum innfærslu í launatöflu er, að frá undirritun samnings sé kostnaður að meðaltali um 2,%. Auk þess kemur til almenn launahækkun sem getur ekki orðið lægri en 3,25%. Miklar væntingar eru bundnar við þessa nýju töflu. Taflan gefur möguleika á auknu svigrúmi í launahækkunum við gerð stofnanasamninga.

Stofnanasamningar.

Til viðbótar við aðalkjarasamning verða gerðir fjölmargir stofnanasamningar þar sem tekið er á sérmálum viðkomandi starfsgreinar eða vinnustaðar. Gert er ráð fyrir að gerð stofnanasamninga verði lokið í meginatriðum fyrir 15. maí 2004.

Grunnkaupshækkun á samningstímanum:

1. janúar 2005 3,00%,  1. janúar 20062,50%,  1. janúar 2007 2,25% og 1. janúar 2008  til  31. mars 2008  0,5% .

Lífeyrissjóður                      

Frá 1. janúar 2005 hækkar mótframlag ríkisins í sameignarsjóð í 9,0%. Frá 1. janúar 2006 verður iðgjald ríkisins 10,25% og þann 1. janúar 2007 verður það 11,5%. Auk framlags starfsmanna verður framlag í lífeyrissjóð því alls 15,5%. Áfram á launamaður rétt á allt að 2% mótframlagi atvinnurekanda í séreignarsjóð ef launamaður sparar sjálfur 2% af launum eða meira.

Starfsmenntamál treyst til framtíðar – framlag atvinnurekenda samningsbundið,

Þróunar- og símenntunarsjóður verður að veruleika.

Með þessum samningi innsigla samningsaðilar mikilvægi þróunar- og símenntunar með því að festa starfsmenntasjóð almenns launafólks hjá ríkinu í sessi. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlega framlag er nemur 0,57% af heildalaunum félaga SGS í sérstakan sjóð, Þróunar- og símenntunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er m.a.  að efla símenntun starfsmanna til þess að þeir verði færari til að takast á við fjölbreyttari verkefni og að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt. Gert er ráð fyrir að 0,35% af launaupphæðinni fari í sameiginlegan sjóð til að auka möguleika stofnana til að þróa starfsvið sitt og hins vegar 0,22% til félags- og einstaklingsstyrkja.

Réttur til launa í veikindum verður aukinn.

Réttur til launa í veikindum er jafnaður við rétt annarra starfsmanna ríkisins.

Slysatryggingar eru bættar verulega og bótafjárhæðir auknar og samræmdar við kjör starfsmanna ríkisins. Samið var um sólahrings frítímaslysatrygging sem er nýung.

Desemberuppbót.

Persónuuppbót í desember verður kr. 38.500 árið 2004, kr. 39.700 árið 2005, kr 40.700 árið 2006 og kr. 41.800 árið 2007.

Fatapeningar

M.a er gert ráð fyrir að þar sem borgaralegs fatnaðar er krafist á heilbrigðisstofnunum eða sambýlum skuli starfsmenn fá 1458 kr. á mánuði til fatakaupa. Einnig skulu starfsmenn á heilbrigðisstofnunum fá hentuga vinnuskó sér að kostnaðarlausu.

Aukinn réttur foreldra í fæðingarorlofi

M.a. er gert ráð fyrir að starfsmaður í fæðingarorlofi njóti réttinda til greiðslu sumarorlofs.

Orlofsréttur

Orlofsréttur er jafnaður á við rétt annarra starfsmanna ríkisins

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót verður kr. 21.100  á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2004, kr. 21.800 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2005, kr. 22.400 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2006 og kr. 23.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2007.

Takmörkun verkfallsréttar og sameiginleg atkvæðagreiðsla.

Samið var um takmörkun verkfalsréttar til samræmis við starfsmenn ríkisins. Einnig er gert ráð fyrir sameiginlegri samninganefnd aðildarfélaga SGS að endurnýjun samningsins og sameiginlegri atkvæðagreiðslu um þann samning.

Samningsforsendur

Vitnað er til sömu forsenda og gert er ráð fyrir í samningi SGS við Samtök atvinnulífsins frá því í mars s.l. Annars vegar að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands en hins vegar að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í þeim samningnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra í samningagerð á vinnumarkaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image