• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Apr

Aðalfundur félagsins tókst mjög vel

Aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness var að ljúka rétt í þessu það voru um 40 félagsmenn sem mættu á fundinn.   Það kom fram hjá endurskoðanda félagsins að heildarhagnaður allra sjóða félagsins hefði verið um 21 milljón króna.  Sem þýðir að hagnaður félagsins hafi aukist um 115% á milli ára sem verður að teljast góður árangur hjá nýrri stjórn. 

Tillaga kom frá aðalstjórn um óbreytt félagsgjald sem er 1% og er með því lægsta sem gerist innan Starfsgreinasambands Íslands.

Tillaga kom frá stjórn sjúkrasjóðs um að stórauka sjúkradagpeninga eða úr rétt rúmum 2.700 pr dag í tæpar 3.500 á dag.  Einnig kom tillaga um að hækka greiðslu vegna krabbameinsleitar úr 1.500 í 2.500 er þetta gert vegna góðrar afkomu sjóðsins.  Allar þessar tillögur voru samþykktar. 

Það kom fram að sjúkradagpeningar til handa félagsmönnum hefðu hækkað um 30% frá því að ný stjórn tók við.  

Nokkrir fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með hvernig til hefði tekist hjá stjórn félagsins á sínu fyrsta starfsári og ljóst að allt annar bragur væri komin á Verkalýðsfélag Akraness til hins betra.   Ljóst er orðið að þær hremmingar sem Verkalýðsfélag Akraness hefur gengið í gegnum á liðnum árum eru að baki. 

Það kom fram í skýrslu stjórnar að það hefði fjölgað um 199 félagsmenn á milli ára sem er afar ánægjulegt.  Markmið stjórnar Verkalýðfélags Akraness er hvellskýrt það er að vera það stéttarfélag á Íslandi sem mest og best þjónar sínum félagsmönnum.  Vissulega eru þetta háleit markmið, en með viljann að vopni er allt hægt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image