• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Apr

Aðalfundur félagsins tókst mjög vel

Aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness var að ljúka rétt í þessu það voru um 40 félagsmenn sem mættu á fundinn.   Það kom fram hjá endurskoðanda félagsins að heildarhagnaður allra sjóða félagsins hefði verið um 21 milljón króna.  Sem þýðir að hagnaður félagsins hafi aukist um 115% á milli ára sem verður að teljast góður árangur hjá nýrri stjórn. 

Tillaga kom frá aðalstjórn um óbreytt félagsgjald sem er 1% og er með því lægsta sem gerist innan Starfsgreinasambands Íslands.

Tillaga kom frá stjórn sjúkrasjóðs um að stórauka sjúkradagpeninga eða úr rétt rúmum 2.700 pr dag í tæpar 3.500 á dag.  Einnig kom tillaga um að hækka greiðslu vegna krabbameinsleitar úr 1.500 í 2.500 er þetta gert vegna góðrar afkomu sjóðsins.  Allar þessar tillögur voru samþykktar. 

Það kom fram að sjúkradagpeningar til handa félagsmönnum hefðu hækkað um 30% frá því að ný stjórn tók við.  

Nokkrir fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með hvernig til hefði tekist hjá stjórn félagsins á sínu fyrsta starfsári og ljóst að allt annar bragur væri komin á Verkalýðsfélag Akraness til hins betra.   Ljóst er orðið að þær hremmingar sem Verkalýðsfélag Akraness hefur gengið í gegnum á liðnum árum eru að baki. 

Það kom fram í skýrslu stjórnar að það hefði fjölgað um 199 félagsmenn á milli ára sem er afar ánægjulegt.  Markmið stjórnar Verkalýðfélags Akraness er hvellskýrt það er að vera það stéttarfélag á Íslandi sem mest og best þjónar sínum félagsmönnum.  Vissulega eru þetta háleit markmið, en með viljann að vopni er allt hægt.

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image