• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Apr

Kjarasamningar við Norðurál og Elkem samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða

Nú rétt í þessu lauk kosningu um kjarasamninga bæði Norðuráls og Elkem Ísland. Er skemmst frá því að segja að samningarnir voru báðir samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Rétt er að geta þess að fyrri kjarasamningur við Elkem hafði verið felldur með 58% atkvæða en nú var hann hins vegar samþykktur með 80,62% atkvæða.

 

Niðurstaðan hjá Elkem var eftirfarandi:

104 sögðu já eða 80,62%

19 sögðu nei eða 14,73%

6 tóku ekki afstöðu eða 4,65%

Kjörsókn var 85,43%

Niðurstaðan hjá Norðuráli var eftirfarandi:

366 sögðu já eða 72,76%

121 sögðu nei eða 24,06%

16 tóku ekki afstöðu eða 3,18%

Kjörsókn var 73,54%

 

Þessi niðurstaða kemur formanni ekki á óvart enda eru þessir kjarasamningar keimlíkir. Samningarnir tryggja starfsmönnum mjög góðar launahækkanir á fyrsta ári og launavísitölutengingu hin árin ásamt nokkrum atriðum til viðbótar sem skila þeim ágætis ávinningi. Formaður vill þakka trúnaðarmönnum fyrir vel unnin störf við gerð þessara kjarasamninga enda skiptir miklu máli að hafa öfluga trúnaðarmenn í slíku verkefni. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image