• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Kjarasamningur við Norðurál undirritaður í gær

Nýr kjarasamningur við Norðurál var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær og er það mat formanns félagsins að niðurstaðan sé mjög góð fyrir starfsmenn Norðuráls. Laun starfsmanna Norðuráls munu hækka um 6,15% frá 1. janúar 2025 sem og orlofs- og desemberuppbætur en samningurinn gildir í 5 ár og munu laun starfsmanna hækka samkvæmt 95% af launavísitölu Hagstofunnar fyrir hin árin sem og aðrir kjaraliðir. 

Orlofs- og desemberuppbæturnar munu til að mynda í upphafi samnings verða 308.973 kr. hvor fyrir sig eða samtals 617.946 kr. og hækka um 35.790 kr. samtals. Rétt er að geta þess að laun vaktavinnufólks eru að meðaltali að hækka um rúmar 50.000 kr. á mánuði en samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2025 og því munu starfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna afturvirkni sem nemur um eða yfir 200.000 kr. 

Einnig var samið um að allir fastráðnir starfsmenn sem starfað hafa í 1 ár hjá fyrirtækinu fái einn auka frídag en fastráðið starfsfólk á 8 klukkustunda vöktum í 5 vakta kerfinu fær 1 dag að auki eftir 1 ár í starfi eða samtals 2 daga. 

Einnig verður meiri sveigjanleiki á orlofi starfsmanna en gert var samkomulag um að starfsmenn muni hafa heimild til að færa allt að 50% af vetrarorlofi yfir á sumarorlofstímabil sem á að gagnast fólki vel ef það vill lengja hjá sér sumarfríið. En þetta er heimildarákvæði sem starfsmenn munu hafa. 

Ítarleg kynning á samningnum mun fara fram í næstu viku og rafræn atvkæðagreiðsla um kjarasamninginn mun væntanlega hefjast á miðvikudaginn í næstu viku en verður auglýst nánar. Formaður skorar á félagsmenn sína að hafa samband vilji þeir nánari upplýsingar um atriði samningsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image