• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Mar

Skrifað undir nýjan kjarasamning við Elkem Ísland

Búið er að skrifa undir nýjan kjarasamning við Elkem Ísland. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni gekk um tíma erfiðlega að ná saman kjarasamningi en nú hefur það tekist og er formaður sáttur við þá niðurstöðu sem náðist. 

Á fyrsta ári er samningurinn í anda þess sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði en samningurinn gildir í 4 ár og mun taka breytingum með sama hætti og kjarasamningar stóriðjunnar á Grundartanga hafa gert frá árinu 2015, það er að segja með tengingu við launavísitölu. Orlofs- og desemberuppbætur munu hækka úr 291.078 kr. hvor um sig í 308.766 kr. og munu því orlofs- og desemberuppbætur nema samtals 617.532 kr.

Lægsti taxti ofngæslumanna mun nema 471.050 kr. og dagmanna 481.038 kr. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2025 og er afturvirkur um 2 mánuði þannig að starfsmenn munu fá afturvirkni sem nemur í kringum 100.000 kr. en almennt eru laun verkamanna á vöktum, þegar allt er tekið til, að hækka um rúmar 50.000 kr. á mánuði.

Samningurinn verður kynntur í Elkem á fimmtudaginn og stefnt er að því að kosning hefjist þá. Kosningin verður rafræn og mun standa yfir í nokkra daga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image