• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Formenn SGS og Eflingar funduðu með forsætisráðherra

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Starfsgreinasambands Íslands og Sólveig Anna formaður Eflingar áttu fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ingu Sæland félags-og vinnumarkaðsráðherra í stjórnarráðinu í gær.
Tilefni fundarins var um slæma stöðu ræstingafólks, en eins og fram hefur komið fram í fréttum að undanförnu þá eru dæmi um að launakjör hjá ræstingafólki hafi verið lækkuð um allt 20% með því að færa þau úr svokallaðri tímamældri ákvæðisvinnu yfir í vaktavinnu. Rétt er að geta þess að skv. sem upplýsingum stéttarfélagana er vinnufyrirkomulagið samt ekkert að breytast.
Ástæðan fyrir þeirra fundi með ráðamönnum ríkisstjórnarinnar var tvíþættur í fyrstalagi þá liggur fyrir að ríki og og sveitafélög hafa verið að útvista ræstingu yfir til þessara ræstingafyrirtækja eins og enginn sé morgundagurinn á liðnum árum. En aukning á útgjöldum ríkisins hvað útkaup á ræstingu frá árinu 2019 hefur aukist um 80% og námu útgjöldin 3 milljörðum árið 2024.
Í öðru lagi þá liggur fyrir að stjórnvöld verða að tryggja að reglur og lög hvað aðbúnað og launakjör ræstingafólks séu í hvívetna í lagi gagnvart þeim ræstingafyrirtækjum sem ríki og sveitafélög eiga í viðskipum við.
Vilhjálmur og Sólveig Anna lögðu fram tillögur á fundinum með forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra en þetta eru tillögur sem Efling SGS og ASÍ hafa unnið að til að tryggja og bæta réttarstöðu ræstingarfólks.
En þetta eru tillögur sem lúta að aðkomu hins opinbera að úrbótum í ræstingageiranum og snúa að hinu opinbera sem verkkaupa í ræstingu. En tillögurnar er í fjórum liðum sem eru eftirfarandi:
1. Útvistun endurskoðuð
2. Framkvæmd útboða
3. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
4. Lög um opinber innkaup
Þetta var virkilega góður og uppbyggilegur fundur en þau lögðu til að Félags-og vinnumarkaðsráðherra myndi skipa starfshóp með hagsmunaaðilum þar sem unnið yrði með þessar tillögur og lýstu Vilhjálmur og Sólveig Anna formaður Eflingar að SGS Efling og ASÍ yrðu svo sannarlega klár ef kallið kæmi frá vinnumarkaðsráðherra.
Ekki var annað að heyra á Ingu Sæland og Kristrúnu Frostadóttur að þau væru til að vinna að þessu með okkur og höfðu orð á því að gott væri að fá svona tillögur til úrbóta. En að sjálfsögðu þarf að greina þær og vinna þær með hagsmunaaðilum.
Eitt er víst að slá þarf skjaldborg um ræstingafólk enda ótækt að verið sé að níðast á þeim sem sinna þessum mikilvægu störfum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image