• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Kjaraviðræður við Elkem Ísland á viðkvæmum stað – formaður hóflega bjartsýnn

Kjarasamningur starfsmanna Elkem Ísland á Grundartanga rann út um áramótin og hófust viðræður um nýjan samning 14. nóvember. Þrátt fyrir átta samningafundi tókst ekki að ná niðurstöðu og var deilunni því vísað til ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum. Þar hefur nú þegar farið fram einn fundur.

Af þessum viðræðum er það helst að frétta að formaður stéttarfélagsins hefur átt í beinum viðræðum við forsvarsmenn Elkem í von um að finna lausn á deilunni. Að hans sögn hefur nokkur hreyfing verið á málunum og ætlar hann að vera hóflega bjartsýnn á að hægt verði að ná niðurstöðu í næstu viku.

Sú niðurstaða mun byggja á því að starfsmenn Elkem fái sambærilegar launahækkanir og um 99% vinnumarkaðarins hefur þegar fengið. Samninganefndir halda áfram viðræðum á næstu dögum, en enn er óvíst hvort endanlegur samningur náist en vonandi gerist það enda ótækt að starfsmenn þurfi að bíða lengur eftir launahækkunum í ljósi þess að heimilin hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir úr öllum áttum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image