• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Kjaraviðræður við Norðurál í hnút-fundað hjá ríksissáttasemjara

Kjarasamningur starfsmanna Norðuráls rann út um síðustu áramót og hafa kjaraviðræður staðið yfir frá 14. október. Þrátt fyrir níu samningafundi tókst ekki að ná niðurstöðu, og fór fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara fram föstudaginn 14. febrúar. Þar gagnrýndi formaður stéttarfélagsins harðlega framgöngu stóriðjufyrirtækjanna og sagði óásættanlegt að þau reyndu að komast undan samningum þrátt fyrir fyrri skuldbindingar í Stöðugleikasamningunum.

Viðræðurnar eru nú stál í stál, en fulltrúar starfsmanna lýsa yfir miklum vonbrigðum með að fyrirtæki sem skilar allt að 10% af útflutningstekjum þjóðarinnar skuli reyna að draga úr þeim launahækkunum sem þegar hafa verið samþykktar á hinum almenna vinnumarkaði.

Það mun þó aldrei verða látið viðgangast að fyrirtæki af þessari stærðargráðu komist upp með að semja um lægri hækkanir en þær sem þegar hafa verið ákveðnar annars staðar á vinnumarkaði. Verkafólk í stóriðju vinnur við krefjandi og oft hættulegar aðstæður, þar sem mikið álag og erfiðar vinnuskilyrði eru daglegt brauð. Launagreiðslur þurfa að endurspegla þessa staðreynd, enda væri annað með öllu óásættanlegt.

Formanni stéttarfélagsins er ekki kunnugt um hvenær ríkissáttasemjari boðar næst til fundar. Enn ríkir því mikil óvissa um framhaldið en ljóst að við fyrsta tækifæri munu stéttarfélögin boða til aðgerða.  En skv. kjarasamningi er það ekki hægt fyrr en 3 mánuðum eftir að kjarasamningur rennur útþ

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image