• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jan

Kjaradeilu Norðuráls vísað til ríkissáttasemjara

Í morgun var kjaradeilu Norðuráls vísað til ríkissáttasemjara vegna ágreinings um launaliðinn. Það hefur blasað við að búið var að semja á hinum almenna vinnumarkaði og marka svokallaða launastefnu. Stéttarfélögin voru tilbúin til að fara eftir þeirri launastefnu í hvívetna en því miður var ekki vilji til þess hjá Samtökum atvinnulífsins og Norðuráli enda komu þau með nýja nálgun. Sú nálgun gekk út á að lækka krónutölu sem hefur lagst ofan á alla byrjendataxta sem er 23.750 kr. en SA og Norðurál vildu lækka þessa tölu um tæp 10% og báru fyrir sig að starfsaldurshækkanir í Norðuráli væru mun hærri en á almennum vinnumarkaði.

Það er mat stéttarfélaganna að þessi rök fyrirtækisins og SA haldi ekki neinu vatni enda liggur fyrir að allir samningar sem gerðir hafa verið í þeirri kjarasamningslotu sem langt er komin hafa gengið út á að hækka byrjendataxta um 23.750 kr. algjörlega óháð starfsaldurshækkunum í hverjum samningi fyrir sig enda eru þær afar mismunandi milli kjarasamninga. Þetta er ný nálgun sem er með ólíkindum að skuli koma upp í kjarasamningsviðræðum við jafn öflugt fyrirtæki og Norðurál.

Með þessu framferði sínu líta stéttarfélögin svo á að SA og Norðurál hafi hafnað og vikið frá þeirri launastefnu sem búið var að móta og því munu stéttarfélögin leggja fram nýja kröfugerð þegar ríksisáttasemjari boðar til fundar. Þessu framferði verður mætt af fullum þunga af hálfu stéttarfélaganna.

Varðandi Elkem Ísland þá eru viðræður ennþá þar í gangi en brugðið getur til beggja vona hvað það varðar. Það virðist vera ögn meiri samningsvilji þeim megin en það mun koma í ljós á næstu dögum hvort svo sé eða ekki. Á þeirri forsendu er ekki búið að vísa þeirri deilu til ríksisáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image