• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Jan

Fundað vegna stóriðjusamninganna

Bæði í gær og í dag hefur verið fundað vegna stóriðjusamningana á Grundartanga. Í gær var fundað vegna kjarasamnings Norðuráls og í morgun var fundað með forsvarsmönnum Elkem Ísland en á þessum fundum situr Ragnar Árnason fulltrúi Samtaka atvinnulífsins með fyrirtækjunum.

 

Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir að búið sé að funda fimm sinnum með hvorum aðila fyrir sig þá er gangur í viðræðunum afskaplega takmarkaður. Kemur það formanni félagsins á óvart í ljósi þess að búið er að marka launastefnu sem stéttarfélögin eru tilbúin til að fylgja í hvívetna til að styðja við þau markmið að ná hér niður verðbólgu og lækka vexti. Það var von formanns að þetta yrðu auðveldir kjarasamningar í ljósi þeirrar staðreyndar en því miður hefur þetta verið mun flóknara en menn gerðu ráð fyrir og það má segja að á þriðjudaginn í næstu viku mun verða hálfgerð ögurstund varðandi það hvort að menn séu að halda áfram viðræðum á þessum grunni eða hvort að málið fari í annan fasa.

 

En að sjálfsögðu er formaður hóflega bjartsýnn hvað það varðar enda telur hann að það eigi að vera auðvelt að ganga frá þessum samningum í ljósi þess að einungis er verið að fara fram á að virða þá launastefnu sem hefur verið fylgt ásamt lagfæringum í samanburði milli stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. VIð skulum vona að það gangi betur á næsta þriðudag þannig að hægt verði að koma þessum viðræðum aftur upp á teinana og koma á nýjum kjarasamningi starfsmönnum til hagsbóta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image