• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Jan

Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins hækka laun þann 1. janúar 2025. Kauptaxtar hækka þá um 5,6% en 23.750 kr. að lágmarki en laun þeirra sem ekki eru á taxtalaunum, heldur almennum mánaðarlaunum, hækka um 3,5% en þó að lágmarki um 23.750 kr. 

Til nánari útskýringar þá hækka mánaðarlaun sem eru yfir 678.586 kr. um 3,5%, en laun sem eru undir 678.586 kr., en yfir lágmarkstaxta kjarasamnings, hækka um 23.750 kr. á mánuði. Þess þarf þó að gæta að laun séu eftir breytinguna að lágmarki jafngóð og skv. kauptaxta kjarasamnings. Með almennum mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.

Þá hækka kjaratengdir liðir samningsins um 3,5% frá sömu dagsetningu.

Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta vegna starfa á almennum vinnumarkaði þar sem hægt er að sjá hvernig mismunandi launaliðir hækka út frá launaflokkum og starfsaldri.

Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði

Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk í veitinga-, gisti- og þjónustustarfsemi

SGS vill hvetja félagsmenn að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli janúarmánaðar. Jafnframt eru félagsmenn hvattir til að ganga úr skugga um hvort desemberuppbót hafi skilað sér til þeirra með réttum hætti, en hana átti að greiða út í síðasta lagi 15. desember síðastliðinn. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag.

Einnig er vert að benda á reiknivél þar sem sjá má yfirlit yfir launahækkanir á samningstímanum, bæði út frá kauptöxtum og almennum launum.

Launahækkanir 2024-2027

Þá vill sambandið minna á að samkvæmt kjarasamningi SGS og SA þá á starfsfólk rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín, þ.m.t. frammistöðu og markmið og hugsanlegar breytingar á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og liggi niðurstaða þess fyrir innan mánaðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image