• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Oct

Formaður fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Í gær fundaði formaður VLFA og SGS með efnahags- og viðskiptanefnd vegna hinna ýmsu laga sem nú liggja fyrir á Alþingi en SGS skilaði inn umsögn vegna tveggja mála. Annað laut að afnámi laga vegna kauptryggingar fiskvinnslufólks og hitt að hugmyndum um skerðingar og afnám á framlagi vegna jöfnunar á örorkubyrði.

Formaður kom því hátt og skýrt á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd að ef hugmyndir þeirra varðandi skerðingu og afnám á framlagi vegna jöfnunar á örorkubyrði verða að veruleika þá er það alvarleg árás á réttindi verkafólks í lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðir verkfólks sem vinnur erfiðisvinnu eru með langmesta örorkubyrði af öllum á íslenskum vinnumarkaði og sökum þess er réttindaávinnsla minni en hjá öðrum sjóðum. Framlagið í núverandi mynd dugar ekki einu sinni til að jafna þennan mun og því ótrúlegt að verið sé að ræða um að skerða eða afnema það en framlagið hefur verið til þess fallið að jafna þann óréttláta mun sem er á milli lífeyrissjóða og skerðing þess eða niðurfelling mun skerða enn frekar réttindaávinnslu verkafólks.

 

 

 

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image