• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Sep

Ferð eldri félaga Verkalýðsfélags Akraness 5. september 2024

Í árlegri ferð eldri félaga var farið vestur á Snæfellsnes. Gísli Einarsson leiddi ferðina eins og honum er einum lagið.

Fyrsta stopp var í gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki og þar var skoðuð sýning um sjókonur á Snæfellsnesi.

Þaðan lá svo leiðin í Stykkishólm og í Stykkishólmskirkju tók sóknarpresturinn sr. Gunnar Eiríkur Hauksson á móti hópnum og sagði frá kirkjunni. Stykkishólmskirkja var vígð árið 1990, teiknuð af Jóni Haraldssyni arkitekt, altaristaflan María með barnið er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Í kirkjunni er glæsilegt pípuorgel af Klais gerð sem var tekið í notkun árið 2012.

thumbnail image27       thumbnail image21

Tekið var vel á móti hópnum í hádegisverði á Fosshótel Stykkishólmi.

Allir gátu tekið vel til matar síns en boðið var upp á lambakjöt og meðlæti og sorbet ís í eftirrétt. Gísli spilaði á harmonikkuna og hópurinn söng með.

thumbnail image5 3 

Ætlunin var að fara í gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi en mikill vindur var á norðanverðu nesinu og planinu var breytt og ákveðið að fara í gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi í staðinn.

Á Malarrifi er þema sýningar vermaðurinn og náttúran. Hópurinn fékk stutta kynningu á staðnum frá starfsmanni Snæfellsjökulsþjóðgarðs og varð einhvers vísara um staðinn.

20240905 144255  thumbnail_image8_3.jpg 

 

thumbnail image19   thumbnail image8 4 

Boðið var upp á kaffi og köku á Snjófell Restaurant á Arnarstapa áður en haldið var heim á leið eftir góðan og vindasaman dag.

Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér 

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image